Vonast til að nýr þjálfari verði kynntur í lok vikunnar

15.Október'14 | 10:46

Nú stendur yfir leit knattspyrnuráðs ÍBV að nýjum þjálfara. Eyjar.net heyrði í Hannesi Gústafssyni, varaformanni ráðsins um málið. ,,Við byrjuðum á að tala við Dean Martin, aðstoðarþjálfara en einnig erum við í viðræðum við annan aðila utan eyjanna um að taka við þjálfuninni".
 

Hannes sagðist búast við að málið yrði klárað nú í vikunni en krafa ráðsins er skýr. Þ.e að samið verði til þriggja ára og að aðalþjálfarinn sé búsettur í Eyjum. ,,Síðustu ár hafa verið slæm uppá það að gera að þjálfarar hafa farið eftir einungis eitt tímabil, það er erfitt að byggja upp lið þegar svo er. Við verðum að vanda valið vel og fá mann sem er tilbúinn að setjast að hérna".

Nýir menn í ráðið.

Ennfremur sagði Hannes að hann og Óskar formaður yrðu áfram í ráðinu en auk þess hefur bæst við góður liðsauki. ,,Við höfum fengið til liðs við okkur þá Inga Sigurðsson og Bjarna Ólaf Guðmundsson. Þeir koma til með að létta verulega undir með okkur hinum sem störfum áfram" sagði Hannes að lokum.
 

 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.