Borgarafundur um samgöngur:

Ný ferja sögð ráða við 3,5 metra ölduhæð

15.Október'14 | 16:53

Á föstudaginn kemur, heldur stýrihópur um hönnun og smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju opinn fund um hina nýju ferju sem nú er á lokastigi hönnunar. Á fundinum sem hefst kl. 17.00 í Höllinni mun Friðfinnur Skaftason formaður stýrihópsins kynna stöðu málsins og störf hópsins. Þá munu þeir Jóhannes Jóhannesson skipaverkfræðingur og Arne Markusen frá Polarkonsult kynna fyrirliggjandi hönnun.

Samkvæmt heimildum Eyjar.net er hönnun ferjunnar mjög langt komin. Sennilegt er að mörgum komi á óvart hversu frábrugðin ferjan er því sem helst hefur verið rætt á kaffistofum bæjarins á seinustu árum. Þannig mun heildarlengd akreina á bíladekki í þessari nýju ferju vera amk. 20 metrum lengra en í núverandi Herjólfi og hún því bera fleiri bíla. Flutningsgeta farþega er hinsvegar samærileg og því áhersla lögð á að skipið geti siglt sem flestar ferðir yfir daginn. Þá munu vera kojur fyrir milli 30 og 40 manns í skipinu og aðbúnaður og þjónusta því þannig að ef til þess kemur að ferjan þurfi að sigla í Þorlákshöfn þá fari þolanlega um farþega. Það sem mestu skiptir er hinsvegar að skipinu er ætlað að ráða við amk. 3,5 metra öldhuæð og frátafir þar með að vera komnar inn fyrir þolanleg viðmið, að því er heimildir Eyjar.net herma.

Eyjar.net gera nánari grein fyrir fundinum og hönnun ferjunnar þegar nánari upplýsingar liggja fyrir.

 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is