Niðurstöður rannsóknarnefndar:

Herjólfur snérist - Gallarnir augljósir

15.Október'14 | 17:03

Herjólfur

Herjólfur snérist allt að fjörtíu gráður á fimm til sjö sekúndum þegar skipið fékk óvænta öldu á sig í lok nóvember á síðasta ári. Þýskt ráðgjafarfyrirtæki segir perustefni Herjólfs og staðsetning slyngubretta ekki heppileg - engin þörf var á líkantilraunum þar sem gallarnir voru það augljósir.

Rannsóknarnefnd Samgönguslysa fékk til rannsóknar atvik í Landeyjarhöfn þegar Herjólfur var að koma til hafnar þann 28.nóvember í fyrra. Í tilkynningu á vef rannsóknarnefndarinnar sagði að þegar skipið nálgaðist innsiglinguna fékk það óvænta öldu á sig og snérist til um 35 gráður til bakborða.

Skipstjóranum tókst að rétta skipið á stefnu á milli garðanna en þá snérist það aftur skyndilega um 35 gráður í sama borð og stefndi á vestari garðinn. „ Með snar­ræði tókst skip­stjóra að rétta skipið og stýra því inn í höfn­ina,“ en í tilkynningu rannsóknarnefndar kom fram að afturendi skipsins hefði verið sjö metra frá því að rekast á garðinn.

Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar segir að ekki hafi legið fyrir dýptarmælingar þrátt fyrir óskir þar um vegna kostnaðar. 

Þar kemur enn fremur fram að við rannsókn á atvikinu hafi það verið rætt að Herjólfur væri mjög viðkvæmur fyrir að fá á sig sjó á afturhornið. Leitað var til þýsks ráðgjafarfyrirtækis í Hamburg til að skoða siglingar skipsins í Landeyjahöfn, meðal annars til að leiða líkum að því hvaða ástæður gætu verið fyrir því að Herjólfur hefði snúist allt að fjörtíu gráður fyrir höfnina á 5 til 7 sekúndum.

Þýska ráðgjafarfyrirtækið komst að þeirri niðurstöðu að persustefni Herjólfs og staðsetning svokallaðra slyngubretta væru ekki heppileg. Þetta ylli því að skipið héldi illa stefnu. Ráðgjafarfyrirtækið sagði að þessi útfærsla væri þekkt vandamál og gæti útskýrt hegðun skipsins.

Ráðgjafarfyrirtækið taldi ekki þörf á því að gera líkantilraunir þar sem þessir gallar væru það augljósir. Lagðar voru til breytingar á perustefni Herjólfs, staðsetningu slyngubretta og að sett yrði smá skegg að aftan.

Í nefndaráliti segir að Herjólfur virðist henta illa við þær aðstæður sem þarna voru, rúmlega tveggja metra ölduhæð og öldulengd 65 metra. Þetta er þó undir þeim viðmiðunarmörkum sem sett höfðu verið fyrir siglingu í Landeyjarhöfn.

Nefndin telur jafnframt brýnt að öryggismálum hafnarinnar verði komið í viðunandi horf. Til að mynda sé ekki kominn harðbotna björgunarbátur og þá hefur landgöngubrú ekki verið gerð hættuminni.

 

Ruv.is greindi frá.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.