Skólahlaupinu frestað vegna móðu

9.Október'14 | 06:39

Barnaskóli

Blámóðan frá Holuhrauni náði til Vestmanneyja í gær, og þess vegna var hætt við að halda norræna skólahlaupið. Elísa Kristmannsdóttir, aðstoðarskólastjóri í Hamarsskóla, segir að loksins þegar vel viðraði til útiveru í Vestmannaeyjum, þá hafi mengunin frá Holuhrauni í fyrsta sinn látið virkilega finna fyrir sér.

"Hér eru engir mengunarmælar svo við fengum upplýsingar frá Hvolsvelli og frá Veðurstofunni um að mengunin væri það mikil að forðast ætti áreynslu utan dyra. Því þurftu 540 börn að hætta við að hlaupa, eins og við öll vorum ánægð með að fá loksins sól og blíðu," segir Elísa og bætir við að reynt verði að hlaupa í dag. Í versta falli, og verði ekki friður fyrir mengun, þá verði reynt í næstu viku.

 

Fréttablaðið sagði frá.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.