Framkvæmdaáætlun í barnavernd

9.Október'14 | 14:47

Ráðhúsið

Á síðasta fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs var til umræðu ný framkvæmdaáætlun í barnavernd. Guðrún Jónsdóttir yfirfélagsráðgjafi fór yfir fyrri framkvæmdaáætlanir í barnavernd og hvaða vinna er framundan við gerð nýrrar áætlunar.

Þá var einnig ákveðið að skipa Geir Jón Þórisson, Birnu Þórsdóttur og Auði Ósk Vilhjálmsdóttur í starfshóp um gerð nýrrar framkvæmdaáætlunar en yfirfélagsráðgjafi mun starfa með hópnum.

Einnig veitir Fjölskyldu -og tómstundaráð Silju Rós Guðjónsdóttur félagsráðgjafa heimild til þess að vinna að barnaverndarmálum hjá sveitarfélaginu skv. 14.gr. reglna barnaverndarlaga nr. 80/2002, 3. málsgrein og 2.gr reglna um könnun barnaverndarmála hjá Vestmannaeyjabæ.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.