Benóný Harðarson skrifar:

Svar til Elliða

9.Október'14 | 06:30

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, sendir þingmönnum Sjálfstæðisflokksins tölvupóst þriðjudaginn 7. október þar sem hann lýsir þeim miklu áhyggjum sem hann hefur af útgerðinni á Íslandi. Elliði segir meðal annars í tölvupóstinum: „Þær breytingar sem ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks gerði sumarið 2013 og fyrr á þessu ári, voru í besta falli í skötulíki.“

Þetta segir Elliði þrátt fyrir að þessi sama ríkisstjórn hafi lækkað veiðigjöld um 9 milljarða á milli fiskveiðiársins 2012/2013 til fiskveiðiársins 2013/2014, samkvæmt tölum frá Fiskistofu, og samkvæmt fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2015 á að lækka veiðigjöld um 1,8 milljarð í viðbót. Ef það gengur eftir verður búið að lækka álögur á útgerðina um 10.800 milljónir (hvað kostar nýr Landspítali aftur?).

Á meðan horfum við upp á útgerðina skila miklum hagnaði. Samherji skilaði ekki nema 22 milljarða króna hagnaði 2013 og Síldarvinnslan 5,6 milljörðum. Það hefur líka gengið ágætlega hjá HB Granda. Fyrirtækið hagnaðist um 14,1 milljarð króna á tímabilinu 2011 til 2013. Útgerðarfélagið Brim skilaði samtals tæplega 10 milljarða króna hagnaði árin 2011 og 2012 og Ísfélag Vestmannaeyja hagnaðist um 7,8 milljarða króna á sama tveggja ára tímabili.

Ég er frá útgerðarplássi eins og Elliði, þar sem flestir eiga allt sitt undir sjávarútvegnum. Ég hef samt ekki þessar sömu áhyggjur og hann af útgerðarmönnum. Í gegnum tíðina hefur alltaf verið hægt að bjarga sjávarútvegsfyrirtækum og útgerðarmönnum með gengisfellingum sem hafa gert íslensku launafólki erfitt fyrir. Lán og vöruverð hafa hækkað í takt við gengisfellinguna og fólk finnur hvernig allt hækkar nema launin.

Er ekki núna komið að því að hafa frekar áhyggjur af fólkinu sem vinnur á gólfinu hjá þessum fyrirtækjum? Byrjendalaun í fiskvinnslu eru rétt rúmlega 207.000 á mánuði. Ættum við ekki frekar að berjast fyrir því að þessi fyrirtæki borgi fólki almennileg laun? Miðað við hagnað fyrirtækjanna sýnist mér það vel vera hægt.

Það er nefnilega þannig að fiskurinn í sjónum er auðlind í eigu þjóðarinnar og því er réttast að sem flestir fái eitthvað út úr auðlindinni. Ef fiskverkafólk fær hærri laun fær ríkið skatt af þeim launum. Sá skattur væri skref í átt að því að mögulegt væri að lækka skatta á nauðsynjavörur, byggja nýjan spítala og byggja upp velferðarkerfið í landinu. Um þetta geta allir verið sammála, meira að segja þú.

Benóný Harðarson.

 

Grein Elliða.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%