Athyglisvert fyrirtæki í Vestmannaeyjum

Medilync hlaut líka styrk frá SASS

9.Október'14 | 10:21
Medilync

Myndir: Ófeigur Lýðsson

Við sögðum frá því í gær að þrjú fyrirtæki héðan frá Eyjum hefðu hlotið styrk frá Sambandi sunnlenskra Sveitarfélaga vegna eflingar atvinnulífs-og nýsköpunar á svæðinu. Hið rétta er að fyrirtækin voru fjögur frá Eyjum. Fjórða fyrirtækið heitir Medilync og hlaut það næst hæsta styrkinn frá SASS. Við ræddum við Sigurjón Lýðsson um þetta athyglisverða fyrirtæki og tilurð þess.

Líf sykursjúkra einfaldað með Insulync og veflausninni cloudlync

Fyrst spurðum við Sigurjón um hugmyndina að verkefninu?

Fyrirtækið Medilync ehf var stofnað árið 2012 af þeim Guðmundi Jóni Halldórssyni og eyjamönnunum  Jóhanni Sigurði Þórarinssyni og Sigurjóni Lýðssyni. Tilurð samstarfsins er sú að árið 2010 fær faðir Sigurjóns, Lýður Ægisson, krabbamein og m.a. í heila. Á fyrsta fundi með krabbameinslækni Lýðs fá þeir feðgar að heyra að æxlið sem Lýður var með í heila mundi hafa áhrif á skammtímaminni hans. Þessi tíðindi hringdu bjöllum enda þekkt vandamál hjá sykursjúkum, sjúkdóm sem Lýður þekkir vel, skammtíma minni verður á hakanum og þessir einstaklingar eiga það til að muna ekki hvort þeir hafi gefið sér insulin eða ekki. „Þetta hafði mikil áhrif á mig á þessum tíma enda gátum við alveg eins búist við að pabbi mundi gefa sér of stóran skammt insulins í tvígang en það getur leitt fólk til dauða“.

Var ég búinn að sprauta mig?

Þegar ég sat einn daginn fyrir aftan pabba, þar sem hann mældi blóðsykurinn og gaf sér svo insulin. Því næst tókum við kaffibollann og fórum inn í stofu þar sem hann spurði mig „var ég búinn að sprauta mig?“ og þá fór hreinlega um mig. Þar sem ég þekki tækni vel, hef unnið hjá Microsoft sl. 9 ár og fannst í raun fáránlegt að hann gæti ekki með einhverju móti geymt mælingar, inngjafir og gæti með einföldum hætti skráð þetta. Þá á ég við án þess að þurfa að gera það handvirkt, heldur að tækið sem hann notaði gerði þetta sjálfkrafa fyrir hann. Boltinn fór þá að rúlla en þetta var í lok árs 2011. Eftir að hafa leitað til sérfræðings á innkirtlasviði Landspítalans, forráðamenn fyrirtækis sem flytja inn blóðsykurmæla o.s.frv. fór hugmyndin að gerjast. Því næst leitaði ég til minna bestu vina og manna sem þekkja bæði hugbúnaðarsmíði og vélbúnaðarsmíði vel en það voru þeir Guðmundur og Jóhann. Það var svo Jóhann sem kom með þá hugmynd að gera bara nýtt tæki sem væri í senn sprauta og blóðsykurmælir. Þetta tæki vistar allar blóðmælingar, insulin inngjafir og sendir svo reglulega gögn í miðlæga gagnageymslu í svokölluðu skýi (e. cloud). En þar fer fram úrvinnsla gagnanna sem síðan eru matreidd fyrir þann einstakling sem á gögnin en þau er hægt að skoða í vafra í tölvu eða appi.

Samfélagsmiðill fyrir sykursjúka

Hópurinn í kringum verkefnið hefur svo verið að þéttast síðan 2012 og núna erum við þrír, ásamt læknunum Örnu Guðmundsdóttir, innkirtlasérfræðing á LSH, Ragnari Victori Gunnarssyni, yfirlæknir heilsugæslunnar í Kringlunni og fyrrum sykursýkislækni í Þýskalandi. Þá erum við með hóp fólks sem ætlar að aðstoða okkur við að búa til samfélagsmiðil fyrir sykursjúka en þar verður m.a. skrifað um heilsusamlegt matarræði, hreyfingu og svo ýmislegt er varðar sykursýkina.

Það ber að nefna að sykursýkin er til í tveimur útgáfum þ.e. Týpa 1 sem er insulin háð og kemur oftast fram á barnsaldri og svo Týpa 2 sem er áunnin sykursýki en þó þetta byggi á sama líffærinu að þá er þetta tvennt einkar ólíkt. Okkar tæki getur verið notað af báðum hópunum engu að síður. Eitt af því sem við höfum lært sl. 3 ár við rannsóknir á sykursýki er að Týpa 2 er því miður að færast í aukana og má geta þess að 90-95% allra sykursjúkra er með Týpu 2. Á Íslandi er áætlað að c.a. 14.000 manns séu með þessa tegund sykursýkis og það kostar ríkið c.a 500 þúsund kr per einstakling á ári. En bara með því að fækka þessum tilvikum um 10% getur sparað ríkinu 750 milljónir. Það er okkar von að tækið sem og samfélagið sem við erum að byggja upp muni hjálpa til þarna. Þess má geta að í t.d. Þýskalandi eru rétt tæpar 2 milljónir manna með Týpu 2 af sykursýki og í Bandaríkjunum er talið að 93 milljónir manna séu á grunnstigum sykursýki (pre diabetic) og þetta eru sláandi tölur.

Staðan góð

Staða verkefnisins í dag er mjög góð en við erum með frumgerð í smíðum hjá fyrirtækinu VIZ í Garðabæ og verður sú frumgerð vonandi klár á næstu 6-8 mánuðum. Á meðan erum við að vinna í vefhluta verkefnisins og er áætlað að vera með þann hluta í prófunum á sama tíma. Fyrirtækið er með höfuðstöðvar í Vestmannaeyjum enda teljum við að fyrirtæki sem þetta geti vel þrifist þar. Nýverið sóttum við um styrk til Samtaka sunnlennskra sveitafélaga og fengum en sá styrkur kemur sér einkar vel því það kostar sitt að smíða frumgerð af þessu tagi. En við eigum enn eftir að klára samninga og því ekki tímabært að ræða það mál fyrr en við erum búnir að komast að samkomulagi við SASS. En það er alveg klárt mál að það gæti vel þurft fleira starfsfólk þegar fram í sækir en það mun tíminn aðeins leiða í ljós. En við hvetjum fólk til að fylgjast með okkur á bæði vefnum okkar http://www.medilync.com eða á Facebook, sagði Sigurjón að lokum.

 

Styrkurinn hljóðaði uppá 3.500.000 kr til Medilync og var eins og áður segir næst hæsi styrkurinn sem veittur var frá SASS að þessu sinni.

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.