Þrjú fyrirtæki í Eyjum styrkt af SASS

8.Október'14 | 15:31

Í síðasta mánuði auglýsti Samband sunnlenskra Sveitarfélaga eftir umsóknum til eflingar atvinnulífs-og nýsköpunar á svæðinu. Alls bárust SASS 93 umsóknir að þessu sinni. Verkefnisstjórn lagði til eftirfarandi styrkveitingar er stjórn SASS samþykkti á stjórnarfundi föstudaginn 3. október.

Ákveðið var að styrkja 15 verkefni um samtals 22,1 milljón króna. Þar af 8 samstarfsverkefni um samtals 17,3 milljónir og 7 verkefni einkaaðila um samtals 4,8 milljónir.

 

Þrjú fyrirtæki hér í Eyjum hlutu styrk. Þekkingarsetur Vestmannaeyja hlaut 1.000.000 kr. vegna þróunar vinnsluaðferða við kítinvinnslu úr humarskel. Þá fékk Canton ehf. styrk að upphæð 700.000 kr. vegna þekkingaryfirfærslu og vöruþróunar í matargerð að austurlenskum hætti með innlendu hráefni og síðan fékk Slippurinn styrk uppá 600.000 kr vegna þátttöku á sýningunni North 2014.
 

Hér má sjá hvaða verkefni hlutu styrk.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.