Næstu leikir í handboltanum

8.Október'14 | 21:31

Eftir góðan sigur gegn Akureyri þar sem unga kynslóðin fór á kostum eru  mikilvægir leikir framundan hjá meistarflokki karla. Á morgun taka þeir á móti Stjörnunni kl 18:00 í Íþróttamiðstöðinni.

 

Mánudaginn 13.okt er það svo HK sem kemur í heimsókn og er flautað til leiks kl 17:00. Er um frestaðan leik að ræða. Leiktíminn er svo snemma vegna landsleiks Íslands og Hollands í knattspyrnu sem byrjar 18:30.

Hvetjum alla til að mæta á völlinn og styðja við bakið á ÍBV í þessum mikilvægu leikjum

Áfram ÍBV

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.