Bryggjudagurinn í dag

4.Október'14 | 09:48

Í dag er hinn árlegi Bryggjudagur ÍBV íþróttafélags og Böddabita, á Vigtartorginu, sem og í  Vigtarhúsinu. Þar verður boðið uppá fjölbreytt úrval fisktegunda. Meðal tegunda má nefna siginn fisk, þorsk, þorskhnakka, ýsu, skötusel auk fleira góðgætis.

Þá verður dorgkeppni fyrir börnin sem Sigurður Bragason stjórnar, og er skráning kl. 10.30 á Vigtartorginu en veiði hefst kl. 11.30 og lýkur kl. 13.00. Verðlaun verða fyrir þyngsta fiskinn og mesta aflann.


Sölubás verður í Vigtarhúsinu fyrir ýmiskonar ÍBV-varning og veitingasala til styrktar  handboltanum.

Við hvetjum alla til að líta við á Bryggjudegi ÍBV og Böddabita.
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.