Bryggjudagurinn í dag

4.Október'14 | 09:48

Í dag er hinn árlegi Bryggjudagur ÍBV íþróttafélags og Böddabita, á Vigtartorginu, sem og í  Vigtarhúsinu. Þar verður boðið uppá fjölbreytt úrval fisktegunda. Meðal tegunda má nefna siginn fisk, þorsk, þorskhnakka, ýsu, skötusel auk fleira góðgætis.

Þá verður dorgkeppni fyrir börnin sem Sigurður Bragason stjórnar, og er skráning kl. 10.30 á Vigtartorginu en veiði hefst kl. 11.30 og lýkur kl. 13.00. Verðlaun verða fyrir þyngsta fiskinn og mesta aflann.


Sölubás verður í Vigtarhúsinu fyrir ýmiskonar ÍBV-varning og veitingasala til styrktar  handboltanum.

Við hvetjum alla til að líta við á Bryggjudegi ÍBV og Böddabita.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-