Sameining heilbrigðisstofnana tók í gildi í gær

2.Október'14 | 09:23

Formleg sameining heilbrigðisstofnana á Norðurlandi, Suðurlandi og Vestfjörðum tók gildi í gær, þann 1. október. Yfirstjórnum heilbrigðisstofnana fækkar um átta og aðeins ein heilbrigðisstofnun starfar í hverju heilbrigðisumdæmi þótt starfsstöðvar séu víða.

Heilbrigðisstofnun Suðurlands varð til við sameiningu heilbrigðisstofnananna á Selfossi, Höfn og í Vestmannaeyjum. Forstjóri er Herdís Gunnarsdóttir.

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða varð til við sameiningu heilbriðgisstofnananna á Patreksfirði og í Ísafjarðarbæ. Forstjóri er Þröstur Óskarsson.

Heilbrigðisstofnun Norðurlands varð til við sameiningu heilbrigðisstofnananna á Blönduósi, Sauðárkróki og í Fjallabyggð, heilsugæslustöðvanna á Dalvík og Akureyri og Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga. Forstjóri er Jón Helgi Björnsson.

 

Sagt er frá þessu inná vef velferðaráðuneytisins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is