Páll Scheving Ingvarsson skrifar:

Hjálparstarf Kirkjunnar þarf að útskýra málið betur

1.Október'14 | 10:47

Fréttir af slitum á samstarfi Hjálparstarfs Kirkjunnar og Kertaverksmiðjunar Heimaey komu undirrituðum á óvart. Athygli vekur hvernig samstarfinu er slitið, sérstaklega í ljósi þess að annars vegar er um að ræða verndaðan vinnustað í Vestmannaeyjum og hins vegar góðgerðarstofnun og báðir aðilar halda því fram að samstarfið hafi gengið vel, í þrjá áratugi.

Góðgerðarstofnunin slítur samstarfinu með tilkynningu um að samningur verði ekki endurnýjaður án þess að verndaði vinnustaðurinn fái tækifæri á því að leggja fram tilboð í þetta mikilvæga verkefni í hans starfi. Stuttu síðar kemur í ljós að góðgerðastofnunin hefur hafið innflutning á sömu vöru frá Póllandi í gegnum þriðja aðila. Hvað veldur því?

Góðgerðarstofnunin ber við vandamálum vegna framleiðslu á blikkdósum á Íslandi, háum framleiðslukostnaði og aukinni samkeppni í sölu á kertum.

Undirritaður aflaði sér upplýsinga um viðskiptin. Gerður var samningur til þriggja ára í senn, um framleiðslu á 30.000 kertum á ári. Samkvæmt samningi greiddi góðgerðarstofnunin verndaða vinnustaðnum 98 kr. fyrir hvert kerti. Innifalið í því verði er hráefni, vinna og flutningur á umbúðum frá Reykjavík til Vestmannaeyja og flutningur frá Vestmannaeyjum á fullunni vöru til Reykjavíkur. Samkvæmt mínum upplýsingum er endanlegt söluverð 500 kr.

Það er ómögulegt fyrir mig að koma auga á það að kostnaður vegna framlags verndaða vinnustaðarins geti talist hár framleiðslukostnaður, eða um 20% af endanlegu verði. Vissulega vantar dósina inn í framleiðsluverðið, en það er erfitt að ímynda sér að umbúðirnar skekki myndina verulega.

Eftir sitja eftirfarandi spurningar. Af hverju fékk Kertaverksmiðjan Heimaey ekki að gera tilboð í fullbúna vöru, eftir þriggja áratuga farsæl viðskipti? Hvað telja Íslensk góðgerðasamtök að verðmunurinn megi vera mikill milli vöru sem framleidd er erlendis og flutt til landsins og sömu vöru framleiddri af fötluðum Íslendingum? Margir þrá skýr svör!

Hjálparstarf Kirkjunnar sinnir virðingarverðu og mikilvægu starfi, en er ekki hafið yfir gagnrýni. Trúverðugleiki og traust er grundvöllur starfsins.  

Að færa verkefni og atvinnu til fatlaðra er gríðarlega mikilvægt hjálparstarf. Fyrir þriggja áratuga samstarf ber að þakka, vonandi verður framhald á.

Páll Scheving Ingvarsson 

 

Tengdar fréttir:

Framleiðslukostnaður of hár

Hjálparstarf kirkjunnar hættir áratuga samstarfi við verndaðan vinnustað

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%