Framleiðslukostnaður of hár

Ekkert útboð og viðskiptin í gegnum þriðja aðila

1.Október'14 | 09:32
Bjarni Gíslason

Bjarni Gíslason

Eyjar.net hafði samband við Bjarna Gíslason, framkvæmdastjóra Hálparstarfs kirkjunnar vegna frétta um að samningur milli þeirra og Kertaverksmiðjunar Heimaey yrði ekki endurnýjaður eftir áratuga samstarf.

Bjarni staðfesti að þetta væri rétt og sagði að framleiðslukostnaður á kertunum væri orðin það hár að ekki væri lengur grundvöllur fyrir þessu. Þá sagði Bjarni að vandamál væri að fá blikksmiðju til að taka að sér framleiðslu á dósunum undir kertin. Ennfremur sagði hann að samkeppni í kertasölu hafi aukist til muna nú í seinni tíð sem gerðu hlutina enn erfiðari.

Einnig sagði Bjarni að rétt væri að pantaður hafi verið einn gámur af kertum frá Póllandi og var flutningskostnaður sá sami með vaxi í og hann væri bara á dósunum – einum sér. Því hafi verið ákveðið að velja þann kost. Bjarni sagði að framtíðin væri óráðin í þessum efnum. Ef hinsvegar ákveðið verði að halda áfram kertasölunni, þá muni Heimaey að sjálfsögðu fá að bjóða í þann rekstur.

 

Ekkert útboð og viðskiptin í gegnum þriðja aðila.

Aðspurður sagði Bjarni að ekki hefði farið fram útboð á innkaupunum og staðfesti að viðskiptin færu í gegn um íslenskan aðila. Bjarni sagði innkaupsverð trúnaðarmál. 

Að endingu áréttaði Bjarni að samstarfið hefði verið gott við Heimaey alla tíð og ef grundvöllur væri fyrir samstarfi í framtíðinni væri það hið besta mál.

 

Tengd frétt.

 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is