Eldheimar tekið á móti 25.000 gestum

1.Október'14 | 06:44
Eldheimar

Mynd: Eldheimar.is

Aðsókn að Eldheimum til þessa hefur farið fram úr björtustu vonum. Yfir 25.000 gestir hafa heimsótt Eldheima frá opnun safnsins í vor. Í ljósi þess að Vestmannaeyjar eru ekki við hringveginn að þá var farið varlega í að áætla gestafjölda fyrsta árið. Talið var raunhæft að reikna með 15.000 – 16.000 manns fyrsta árið.

Það er því mjög ánægjulegt að gestirnir eru orðnir mun fleiri. Sýningin í safninu hefur fengið mikið lof og mörg dæmi er um að fólk sé að fara sérstaka ferð til Eyja til þess að koma í Eldheima. Safnið er því styrkur fyrir alla ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum.

Á næstunni opnar svo Surtseyjarstofa í Eldheimum, en það verður öflug viðbót við upprifjunina á framvindu Heimaeyjargossins 1973. Í vetur er svo einnig fyrirhugaðir ýmsir viðburðir í safninu. Um safnahegina í byrjun nóvember verða bókakynningar og tónleikar.

Safnið verður opið í allan vetur.

 

Eldheimar.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is