Ekki áætlað að nýta Víking til siglinga í Landeyjahöfn

1.Október'14 | 09:52
Viking_ruv.is

Víkingur Mynd: Ruv.is

Fyrir bæjarráði í gær var tekið fyrir minnisblað frá bæjarstjóra unnið í samræmi við ályktun á fundi bæjarráðs 16. október, síðastliðnn. Minnisblað þetta er vegna samgöngu vanda Vestmannaeyja. 

Í minnisblaðinu kemur meðal annars fram að erfiðlega hafi gengið að ná fundi um samgöngur með þingmönnum Suðurkjördæmis. Stafar það meðal annars af því að samgöngur hafa verið stopular. Enn hafa fulltrúar Vestmannaeyjabæjar því ekki náð fundi með þingmönnum kjördæmisins vegna þeirra.

Þá kemur og fram að vegamálastjóri telur að það fjármagn sem ætlað er til reksturs Herjólfs og Landeyjahafnar eigi að duga til að veita þá þjónustu sem verið hefur seinustu ár. Áhyggjur vekur hinsvegar að ekki virðast vera uppi neinar markvissar áætlanir um að nýta Viking til siglinga í Landeyjahöfn eins og gert var í fyrra þegar til þess kemur að Herjólfur kemst ekki í Landeyjahöfn vegna djúpristu.  Vísað er til svara vegamálastjóra þar sem ma. segir: „Það liggur fyrir eins og þekkt er að erfitt eða útilokað er að halda dýpi nægu fyrir Herjólf yfir háveturinn, auk þess sem skipið á erfitt með að sigla á þeim tíma vegna ölduhæðar.“

Með vísan til þessa ítrekar bæjarráð fyrir áskoranir um að allra leiða verði leitað til að halda uppi samgöngum um Landeyjahöfn í vetur og minnir á að bæði Víkingur og Baldur eru heppilegri til vetrar siglinga þangað en Herjólfur.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).