Ekki áætlað að nýta Víking til siglinga í Landeyjahöfn

1.Október'14 | 09:52
Viking_ruv.is

Víkingur Mynd: Ruv.is

Fyrir bæjarráði í gær var tekið fyrir minnisblað frá bæjarstjóra unnið í samræmi við ályktun á fundi bæjarráðs 16. október, síðastliðnn. Minnisblað þetta er vegna samgöngu vanda Vestmannaeyja. 

Í minnisblaðinu kemur meðal annars fram að erfiðlega hafi gengið að ná fundi um samgöngur með þingmönnum Suðurkjördæmis. Stafar það meðal annars af því að samgöngur hafa verið stopular. Enn hafa fulltrúar Vestmannaeyjabæjar því ekki náð fundi með þingmönnum kjördæmisins vegna þeirra.

Þá kemur og fram að vegamálastjóri telur að það fjármagn sem ætlað er til reksturs Herjólfs og Landeyjahafnar eigi að duga til að veita þá þjónustu sem verið hefur seinustu ár. Áhyggjur vekur hinsvegar að ekki virðast vera uppi neinar markvissar áætlanir um að nýta Viking til siglinga í Landeyjahöfn eins og gert var í fyrra þegar til þess kemur að Herjólfur kemst ekki í Landeyjahöfn vegna djúpristu.  Vísað er til svara vegamálastjóra þar sem ma. segir: „Það liggur fyrir eins og þekkt er að erfitt eða útilokað er að halda dýpi nægu fyrir Herjólf yfir háveturinn, auk þess sem skipið á erfitt með að sigla á þeim tíma vegna ölduhæðar.“

Með vísan til þessa ítrekar bæjarráð fyrir áskoranir um að allra leiða verði leitað til að halda uppi samgöngum um Landeyjahöfn í vetur og minnir á að bæði Víkingur og Baldur eru heppilegri til vetrar siglinga þangað en Herjólfur.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.