Hjálparstarf kirkjunnar hættir áratuga samstarfi við verndaðan vinnustað

Flytja frekar inn kerti frá Póllandi

30.September'14 | 11:39

Í hartnær þrjá áratugi hefur Kertaverksmiðjan Heimaey framleitt friðarkerti fyrir hjálparstarf kirkjunnar. Friðarkertin sem kirkjan hefur selt fyrir jólin er mjög mikilvæg fyrir rekstur Kertaverksmiðjunnar hér í Eyjum. Að sögn Sveins Pálmasonar, forstöðumanns er þetta starf fyrir 2 – 3 manneskjur í um þrjá til fjóra mánuði.

Engar viðræður.

Sveinn sagði ennfremur að engar viðræður hefðu átt sér stað. Hálparstarf kirkjunar hafi einfaldlega tilkynnt að samningurinn yrði ekki endurnýjaður líkt og venjan var. Vanalega var samið til þriggja ára.  

Minni kerti keypt frá Póllandi.

Hjálparstarf kirkjunnar hefur ákveðið að hefja innflutning á pólskum kertum. Forstöðumaður Kertaverksmiðjunnar hefur orðið sér úti um pólskt kerti líkt og kirkjan er að fara að flytja inn. Þar kemur í ljós að minna vax er í þeim kertum, en eru í kertunum héðan frá Eyjum. Í kertunum héðan eru um 450 gr af vaxi en einungis um 390 gr eru í þeim pólsku. Heimaey hefur fram til þessa framleitt rúm 30.000 friðarkerti á ári fyrir kirkjuna. Það er því ljóst að stórt skarð er höggið í rekstur Kertaverksmiðjunnar.

Leita til góðagerðafélaga eftir aðstoð.

Kertaverksmiðjan hefur sent út beiðni til góðgerðarfélaga vegna áfallsins og er vonast til að á næstu vikum komi eitthvað út úr þeirri beiðni.

 

Eyjar.net mun á næstu dögum leita viðbragða frá hjálparstarfi kirkjunnar vegna þessa máls.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).