Dagbók lögreglunnar:

Sló lögreglumann í andlitið

29.September'14 | 15:54

Lögreglan

Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í liðinni viku þrátt fyrir að engin alvarleg mál hafi komið upp.  Skemmtanahald helgarinnr fór fram með ágætum og engin teljandi útköll á öldurhúsin.

Um miðja síðustu viku hafði lögregla afskipti af manni í annarlegu ástandi inni á einum veitingastað bæjarins.  Hann brást hins vegar illa við afskiptum lögreglu og sló einn af lögreglumönnunum í andlitið.  Maðurinn var í framhaldi af því handtekinn og vistaður í fangageymslu þar til hann róaðist.  Lögreglumanninum var ekki meint af en lögreglan lítur það alvarlegum augum þegar ráðist er að lögreglu enda menn að sinna skyldustörfum sínum og eiga sjálfsagðan rétt á að koma óskaddaðir frá vinnu sinni.

Í vikunni var lögreglu tilkynnt um að gaskút hafi verið stolið þar sem hann var við heimili hér í bæ.  Ekki er vitað hver eða hverjir þarna voru að verki. 

Aðfaranótt föstudags var lögreglu tilkynnt um að rúða hafi verið brotin í útidyrahurð að íbúð í fjölbýlishúsi hér í bæ.  Þarna hafði kona, sem var gestkomandi í íbúðinni, verið ósátt við að vera vísað út og lét skap sitt bitna á rúðunni með því að sparka í hana þannig að rúðan brotnaði.

Laust fyrir hádegi þann 25. september sl. var lögreglu tilkynnt um vinnuslys um borð í Ársæli ÁR-66 þar sem þeir voru að veiðum í Háadýpi.  Þarna hafði einn skipverjanna slasast þegar verið var að vinna við að laga niðurleggjarann.  Skipið kom í land í Vestmannaeyjum um hádegisbil og var maðurinn fluttur á Sjúkrahús Vestmannaeyja til aðhlynningar en hann hafði skorist á neðrivör sem þurfti að sauma.

Einn ökumaður var stöðvaður fyrir of hraðan akstur í vikunni en hann mældist á 72 km./klst. á Dalvegi en þar er hámarkshraði 50 km/klst.  Sektin nam kr. 15.000,-.  Þá var einn ökumaður sektaður fyrir að leggja ökutæki sínu ólöglega.

Eitt umferðaróhapp var tilkynnt til lögreglu í liðinni viku en um var að ræða minniháttar óhapp og engin slys á fólki.

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.