Óvænt stuð á Slippnum

28.September'14 | 18:28
skrofa280914

Skrofu-unginn

Starfsfólk veitingastaðarins Slippsins í Vestmannaeyjum fékk skemmtilegan gest á föstudagskvöldið. Lítill skrofuungi kom þá fyrir utan veitingastaðinn og tók starfsfólk Slippsins ungann inn.

Gísli Matthías Auðunsson eigandi staðarins segir að þau hafi fyrst haldið að um lundapysju hafi verið að ræða.

„Skrofan er líka algengur fugl hér í Eyjum en þó er ekki jafnmikið um hann og lundann. Skrofan hagar sér svipað, flýgur um í ljósi og það er því hætta á að kettir eða hundar borði svona litla unga ef þeir eru bara einir úti alveg óvarðir,“ segir Gísli í samtali við Vísi. Unginn var því á Slippnum yfir nóttina og var síðan sleppt í gærmorgun.

Hér að neðan má sjá myndband sem Gísli tók þar sem hann var að búa til sushi í þessum skemmtilega félagsskap.

 

Vísir greindi frá.

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).