Ísfélagið hlaut íslensku sjávarútvegsverðlaunin

27.September'14 | 10:36
Sigurdur VE 15 2

Sigurður Ve.

Ísfélag Vestmannaeyja hlaut í fyrrakvöld íslensku sjávarútvegsverðlaunin 2014. Voru þau afhent við athöfn í Gerðasafni í tengslum við sjávarútvegssýninguna sem nú er haldinn í Kópavogi.

Ísfélagið hlaut viðurkenningu í flokknum framúrskarandi útgerð - fyrir að taka frumkvæði og endurnýja skipaflota sinn með nýsmíði tveggja glæsilegra uppsjávarskipa á skömmum tíma.

Verðlaunin eru í mörgum flokkum og snúa annars vegar að einstaklingum og fyrirtækjum í sjávarútvegi sem þykja hafa skarað fram úr og hins vegar að framleiðslufyrirtækjum tækja og búnaðar.

Af öðrum verðlaunum sem afhent má nefna Víðir Jónsson sem var valinn í flokknum framúrskarandi fiskimaður.

HB Grandi hlaut verðlaunin í flokknum framúrskarandi fiskvinnsla fyrir að leggja ríka áherslu á háþróaða tækni í vinnslu og stöðuga þróun framleiðslunnar.

Forráðamenn Skinneyjar-Þinganess hlutu viðurkenninguna í flokknum framúrskarandi framlag til sjávarútvegs fyrir ötula uppbyggingu glæsilegs sjávarútvegsfyrirtækis sem er burðarásinn í byggðarlagi sínu.

Pólar toghlerar hlutu verðlaunin „Besta nýjungin“ fyrir hönnun og þróun nýrrar gerðar toghlera með fjarstýranlegum vængjum sem auðvelda skipstjórnarmönnum að beina trollinu að fisktorfum.

Í flokknum framúrskarandi íslenskur framleiðandi – veiðar (stærri og smærri fyrirtæki) hlaut Hampiðjan viðurkenninguna fyrir þróun og framleiðslu á hágæðaveiðfærum og fyrirtækin 3X Technology / Skaginn fyrir nýjungar í tækjabúnaði í skip sem stuðla að bættum hráefnisgæðum.

Í flokknum framúrskarandi íslenskur framleiðandi – fiskvinnslubúnaður (stærri og minni fyrirtæki) hlaut Marel viðurkenninguna fyrir að vera í fararbroddi á heimsvísu í þróun og framleiðslu á háþróuðum búnaði og kerfum til vinnslu á fiski, og Valka fyrir glæsilegan árangur í framleiðslu hágæðabúnaðar og hönnun sjálfvirknilausna fyrir fiskiðnaðinn.

Í flokknum framúrskarandi framleiðandi „á heildina séð“ varð Marel fyrir valinu. 

Auk þessa hlutu nokkur erlend framleiðslufyrirtæki verðlaun.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.