Ísfélagið hlaut íslensku sjávarútvegsverðlaunin

27.September'14 | 10:36
Sigurdur VE 15 2

Sigurður Ve.

Ísfélag Vestmannaeyja hlaut í fyrrakvöld íslensku sjávarútvegsverðlaunin 2014. Voru þau afhent við athöfn í Gerðasafni í tengslum við sjávarútvegssýninguna sem nú er haldinn í Kópavogi.

Ísfélagið hlaut viðurkenningu í flokknum framúrskarandi útgerð - fyrir að taka frumkvæði og endurnýja skipaflota sinn með nýsmíði tveggja glæsilegra uppsjávarskipa á skömmum tíma.

Verðlaunin eru í mörgum flokkum og snúa annars vegar að einstaklingum og fyrirtækjum í sjávarútvegi sem þykja hafa skarað fram úr og hins vegar að framleiðslufyrirtækjum tækja og búnaðar.

Af öðrum verðlaunum sem afhent má nefna Víðir Jónsson sem var valinn í flokknum framúrskarandi fiskimaður.

HB Grandi hlaut verðlaunin í flokknum framúrskarandi fiskvinnsla fyrir að leggja ríka áherslu á háþróaða tækni í vinnslu og stöðuga þróun framleiðslunnar.

Forráðamenn Skinneyjar-Þinganess hlutu viðurkenninguna í flokknum framúrskarandi framlag til sjávarútvegs fyrir ötula uppbyggingu glæsilegs sjávarútvegsfyrirtækis sem er burðarásinn í byggðarlagi sínu.

Pólar toghlerar hlutu verðlaunin „Besta nýjungin“ fyrir hönnun og þróun nýrrar gerðar toghlera með fjarstýranlegum vængjum sem auðvelda skipstjórnarmönnum að beina trollinu að fisktorfum.

Í flokknum framúrskarandi íslenskur framleiðandi – veiðar (stærri og smærri fyrirtæki) hlaut Hampiðjan viðurkenninguna fyrir þróun og framleiðslu á hágæðaveiðfærum og fyrirtækin 3X Technology / Skaginn fyrir nýjungar í tækjabúnaði í skip sem stuðla að bættum hráefnisgæðum.

Í flokknum framúrskarandi íslenskur framleiðandi – fiskvinnslubúnaður (stærri og minni fyrirtæki) hlaut Marel viðurkenninguna fyrir að vera í fararbroddi á heimsvísu í þróun og framleiðslu á háþróuðum búnaði og kerfum til vinnslu á fiski, og Valka fyrir glæsilegan árangur í framleiðslu hágæðabúnaðar og hönnun sjálfvirknilausna fyrir fiskiðnaðinn.

Í flokknum framúrskarandi framleiðandi „á heildina séð“ varð Marel fyrir valinu. 

Auk þessa hlutu nokkur erlend framleiðslufyrirtæki verðlaun.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).