Uppfært:

Nýr Baldur lengri en Herjólfur

26.September'14 | 09:32
nyr-baldur2

MS Vågan við bryggju í Svolvær í Lofoten í N-Noregi. Mynd: Níels Þórðarson/bb.is.

Á vef Bæjarins besta er sagt nýrri Breiðafjarðarferju sem kemur til með að leysa núverandi ferju af hólmi. 

Frétt bb.is um málið:

Norska ferjan Vågan kemur til með að leysa Breiðafjarðarferjuna Baldur af hólmi yfir Breiðafjörð. Skipið tekur 280 farþega og 55 bíla. Núverandi ferja tekur 40 bíla. Andstætt fyrirrennara Vågan, Baldri, eru öll ökutæki flutt undir dekki og varin fyrir sjóroki. Á vefsíðu Vegagerðarinnar segir að Vågan sé svokallað gegnumaksturs skip svipað Herjólfi. Vågan var byggt í Bolsönes Verft í Molde í Noregi 1979, en síðan lengt um 14 m og endurbyggt árið 1989. Árið 1993 var sett ný og stærri aðalvél í skipið sem er 2609 hestöfl og er ganghraði skipsins rúmir 13 hnútar og skipið er einnig búið öflugri bógskrúfu.

Ekjubrýr í áætlanahöfnum við Breiðafjörð, þ.e.a.s. í Stykkishólmi og Brjánslæk, eru byggðar eftir norskum stöðlum og smellpassar því Vågan við brýrnar. Skipið er búið öryggisbúnaði í samræmi við bæði íslenskar og norskar kröfur til ferja á siglingu á hafsvæðum sambærilegum við Breiðafjörðinn. Sæferðir ehf. stefna að smávægilegum breytingum á skipinu í Breiðafjarðarsiglingum. Skipið verður búið vörukrana til að þjóna Flatey og einnig verða gerðar breytingar á geymum skipsins fyrir ferskvatnsflutninga til Flateyjar.

Skipið er um 88 m langt og tæpir 12 m á breidd. Það er 1677 brúttótonn og ristir 4,2 m. Það ristir því svipað og Herjólfur og getur þá leyst af í Landeyjahöfn t.d. þegar Herjólfur þarf í slipp.

 

Uppfært: Rangar tölur voru gefnar upp í viðkomandi frétt. Rétt lengd á Baldri er skv. skipaskrá 63,47 m og breiddin er 11,6 m. Er hann því um 7 metrum styttri en núverandi Herjólfur.

Frétt á bb.is.

Tengd frétt.

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.