Breytingar á rekstrarstjórn Hraunbúða

25.September'14 | 10:47
Hraunb_jonp_2

Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs á innfeldu myndinni

Á síðasta bæjarstjórnarfndi var til umræðu breytingar á yfirstjórn dvalarheimilsins Hraunbúða. Þar kom fram að Magnús Jónasson hefur látið af störfum sem rekstarstjóri og hafa í kjölfarið verið gerðar breytingar til einföldunar á verkferlum.

Að sögn Jóns Péturssonar, framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar, hætti Magnús Jónasson sem rekstrarstjóri á Hraunbúðum fyrir nokkru síðan og við starfi hans tók Sólrún Gunnarsdóttir félagsráðgjafi. Sólrún er titluð sem deildarstjóri öldrunarþjónustu og mun hafa umsjón með allri öldrunarþjónustu sveitarfélagsins og þ.m.t. rekstri Hraunbúða. Samhliða eru gerðar ýmsar breytingar til að einfalda verkferla. Þessar breytingar voru kynntar á 150. fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs og staðfestar í bæjarstjórn.

Í fundargerðinni segir:

Sólrún Gunnarsdóttir félagsráðgjafi hefur tekið við starfi deildarstjóra öldrunarmála frá og með 1. ágúst 2014. Deildarstjóri hefur umsjón með málefnum aldraðra í Vestmannaeyjum. Hér er um að ræða skipulagsbreytingar innan núverandi starfsmannahalds fjölskyldu- og fræðslusviðs. Næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs. Samhliða þessum breytingum verður auglýst eftir starfsmanni sem halda á utan um dagdvöl á Hraunbúðum og verkefni félagslegrar heimaþjónustu. Fjölskyldu- og tómstundaráð er samþykkt þessum breytingum enda þjónusta við eldri borgara mikilvægt og vaxandi verkefni innan sveitarfélagsins.

 

Tengd frétt.

   

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%