Jón Óskar Þórhallsson skrifar:

Verð ég á hóteli í ellinni?

24.September'14 | 11:17

Umræðan um að þjóðin okkar sé að verða eldri hefur skotið upp annað slagið undanfarin ár.  Sannarlega þörf umræða og góð.  Snýst umræðan gjarnan um það hvað eigi að gera við allt gamla fólkið, hvar það eigi að búa vegna núverandi húsnæðisvanda og á hverju það á að lifa.  Er þá vísað til þess vanda sem lífeyriskerfi landsmanna býr við, enda nú þegar fyrirhugað að hækka aldurstakmörk lífeyristöku.  Ætla ég ekki að fara djúpt í þá sálma hér, en gæti eytt í það allnokkrum línum á góðum degi.

Hinsvegar vil ég nú beina augum mínum að öllum þeim hótelbyggingum sem spretta upp eins og gorkúlur um landið.  Vonar undirritaður innilega að fjármögnun þeirra bygginga sé ekki byggð á sandi svo okkur og börnum okkar verði ekki sendur reikningurinn síðar, eins og í fyrri ævintýrum landans s.s. loðdýrarækt, fiskeldi og að ógleymdum timburmönnum bankahrunsins.

Það gæti gerst að hótelbyggingarnar sem nú spretta hér upp með slíkum hraða, verði síðar að yfirgefnum minnisvörðum gríðarlegs ferðamannastraums á eftirhrunsárunum er gengi krónunnar var haldið niðri með öllum ráðum í skjóli gjaldeyrishafta.  Það er vissulega ekki draumur nokkurs góðs og gegns íslendings, en verði sú sviðsmynd að veruleika felst mögulega í því lausn við húsnæðisvanda eldri borgara síðar og verði lífeyrissjóðir í vondri stöðu mun eldri borgarar flestir hvort eð er ekki hafa efni á mörgum fermetrum.

Pælingin er svosem til gamans gerð en þó er ekki laust við að maður sé farinn að renna hýru auga til nokkurra bygginga svona til vonar og vara.  Allavega er hér boðið uppá ókeypis viðskiptahugmynd sem gæti orðið að veruleika hjá lesanda góðum síðar. 

Öllum vanda geta jú fylgt ný tækifæri.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).