Tryggvi Már Sæmundsson skrifar:

Þökkum frábærar viðtökur

24.September'14 | 07:02

Í dag eru réttir tveir mánuðir síðan opinberilega var greint frá eigendaskiptum á vefsíðunni Eyjar.net og við Ellert Scheving, tókum við. Við hönnuðum nýtt útlit á vefinn og settum aukinn kraft í umfjöllun um hin ýmsu mál er tengjast Vestmannaeyjum.

Gaman er frá því að segja að þó ekki séu liðnir nema 2 mánuðir – þá hafa heimsóknirnar á síðuna farið fram úr okkar björtustu vonum og markmiðum. Fleiri þúsund heimsóknir eru orðnar viðvarandi alla virka daga, og þegar best lætur nálægt tug þúsund. Þessar tölur gefa okkur sannarlega byr í seglin.

Ekki er það svo að á bakvið þennan árangur sé einungis vinna okkar ritstjóranna, heldur höfum við fengið til liðs við okkur mikið af góðu og öflugu fólki sem að er tilbúið að skrifa um hin ýmsu málefni daglegs lífs. Þarna er ég að tala um okkar frábæru Elítupenna sem að eru að slá í gegn með skrifum sínum viku eftir viku. Fyrir það, erum við mjög þakklátir.

Við leggjum okkur fram um að birta gagnrýnar fréttir og munum reyna að veita nauðsynlegt aðhald í þeim málefnum er snúa að Vestmannaeyjum og Eyjamönnum. Við segjum fréttirnar eins og þær eru, hvort heldur þær séu góðar eða slæmar. Það teljum við mikilvægt.

Þá er rétt að benda á að án ykkar, kæru lesendur væri þetta ekki hægt. Þið eruð mikilvægasti þátturinn í þessu öllu saman – og mælikvarðinn á það að okkur er að takast vel upp. Einnig þurfum við á ykkur að halda við fréttaöflun. Kæri lesandi ef þú telur þig hafa einhverjar upplýsingar eða efni sem nýst gæti til birtingar, nú eða góðar myndir, gamlar og nýjar – hafðu þá samband.

 

Tryggvi Már Sæmundsson

Ritstjóri - tryggvi@eyjar.net.

 

 

Fleiri greinar frá höfundi:

Íbúalýðræði

Nýr vefur á gömlum grunni

 

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%