Ríkið hefur enn svigrúm til að bjarga Baldri!

Vandinn hinsvegar rekstur skipsins.

24.September'14 | 09:56

Samkvæmt heimildum eyjar.net er staðan nú sú að væntanlegir kaupendur Baldurs frestuðu greiðslu í gær til föstudags. Ríkið hefur því enn svigrúm til að ganga inn í kaupin fram á föstudag. Hinsvegar er vandinn í þessu ekki sjálf kaupin, þau eru í raun einfalt og ódýrt fjárfestingarverkefni.

Vandinn er sá að það er nú þegar til staðar rekstrarsamningur um ferjusiglingar við Vestmannaeyjar. Að bæta nýrri ferju inn í þann rekstur kallar á samninga. Ríkið þarf því að tryggja að Eimskip sé reiðubúið til að nýta Baldur til siglinga í Landeyjahöfn án þess að það kalli á aukin útgjöld. 

Það er t.d hverjum degi ljósara að Baldur verður ekki nýttur nema með sömu áhöfn og er á Herjólfi. Málið er því flókið og kallar á ríkan vilja þeirra sem að því koma. Stóra spurningin er því sú hvort að þingmenn, Eimskip og Vegagerð sé tilbúin til að setja hagsmuni Vestmannaeyja í fyrirrúm í þessu mikilvæga máli.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.