Jafnrétti hjá ríkinu!

22.September'14 | 06:57
sigurdur_ingi

Mynd: Ruv.is

Í ljósi nýjasta útspils sjávarútvegsráðherra í Fiskistofumálinu, þar sem hann hyggst bjóða hverjum starfsmanni sem tilbúinn er að flytja norður yfir heiðar 3 milljónir króna, er nauðsynlegt að rifja upp uppsagnir annarar ríkisstofnunnar - Vinnumálastofnunnar.

Þar var dæmið öfugt. Þar var fólki á landsbyggðinni sagt upp og ákveðið að fækka útibúum. Ekki virðist það sama uppá teningnum þar, er kemur að gylliboðum ríkisins fyrir þá starfsmenn. Allavega hefur ekki komið fram að þeim starfsmönnum hafi verið boðnar 3 milljónir, tvær kynnisferðir og starf í höfuðborginni líkt og starfsmönnum Fiskistofu er boðið!

Hvíslað er um að ríkisstjórnin hljóti að láta jafnt yfir alla ganga, sem lenda í hremmingum sem þessum, annað er varla boðlegt!

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.