Dagbók lögreglunnar:

Biður ökumenn að huga að ljósabúnaði ökutækja

22.September'14 | 16:59

Lögreglan,

Síðasta vika var með eindæmum róleg hjá lögreglu og fá útköll.  Skemmtanahald helgarinnar var með rólegra móti og lítil afskipti sem lögregla þurfti að hafa af fólki sem var að skemmta sér.

Um helgina var lögreglu tilkynnt um að kajak hafi verið stolið frá smábátabryggjunni en hann fannst reyndar skömmu síðar þar sem hann var bundinn við bryggju á öðrum stað innan hafnarinnar.  Kajakinn reyndist vera óskemmdur og liggja ekki fyrir kærur vegna atviksins.  Reyndar fannst ár um borð í kajakanum sem eigandinn kannaðist ekki við og er árin í geymslu á lögreglustöðinni og getur eigandi hennar vitjað hennar þar.

Eitt brot gagnvart umferðarlögum er skráð í kerfi lögreglunnar en um var að ræða vanrækslu á að greiða vátryggingu af ökutæki.  Skráningarnúmer bifreiðarinnar voru því klippt af bifreiðinni.

Lögreglan vill minna ökumann á að kanna með ljósabúnað ökutækja sinna núna þegar hausta fer, en lögreglan hefur orði vör við það við eftirlit að ljósabúnaði ökutækja sé ábótavant.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.