Hvað fékkstu á prófinu?

20.September'14 | 08:35

GRV

Samband íslenskra sveitarfélaga hélt á dögunum málþing um skólamál undir yfirskriftinni ,,Hvað fékkstu á prófinu". Á síðasta fundi fræðsluráðs Vestmannaeyjabæjar kynnti fræðslufulltrúi helstu áhersluatriði sem fram komu á umræddu þingi.

Í bókuninni segir:

Tilraun var gerð til að svara spurningunni: "Hvað ræður námsárangri gunnskólanemenda? Niðurstöður voru m.a. þær að nemendum á að líða vel í skólanum, en þeir þurfa líka að ná árangri. Bent var á að m.a. er verið að mennta nemendur fyrir störf sem ef til vill eru ekki eru til í dag. Þar af leiðandi er mikilvægt að nemendur geti lesið úr upplýsingum og því þurfa þeir að vera vel læsir bæði á texta og stærðfærði en því miður hefur komið í ljós að læsi íslenskra nemenda er á niðurleið. Réttlæti þarf að vera til staðar í skólakerfinu þannig að félagsleg og efnahagsleg staða, uppruni, kyn og heimilisaðstæður séu ekki hindrun í námi. Mismunun í skólakerfinu er með minnsta móti á Íslandi miðað við önnur lönd. Helst er hana að finna þegar árangur nemenda á landsbyggðinni m.v. höfuðborgarsvæðið er skoðaður sem og munur á námsárangri drengja og stúlkna. Lögð var áhersla á að það má ekki bíða með að grípa inn í ef nemendur eru ekki að ná árangri því það er hægt að sjá strax í leikskóla hvert stefnir. Fylgni er milli árangurs í skóla og velgengni síðar á ævinni. Mikil áhersla var lögð á mikilvægi góðs foreldrasamstarfs og stuðnings foreldra við börn sín og áhrif þeirra þátta á námsárangur barna.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is