Framtíðarsýn bæjarins í menntamálum

17.September'14 | 13:53

Seinni partinn í ágúst kom hingað til Eyja Gylfi Jón Gylfason, fræðslustjóri Reykjanesbæjar. Tilefnið var að funda með kennurum og stjórnendum grunn- og leikskóla. Einnig átti Gylfi Jón fund í ráðhúsinu fyrir starfsfólk og pólitíska fulltrúa.

Sagt er frá þessu í fundargerð fræðsluráðs Vestmannaeyjabæjar. Þar segir ennfremur:
 

Gylfi Jón sagði frá sameiginlegri framtíðarsýn þriggja bæjarfélaga í Reykjanesbæ í skólamálum þar sem markmiðið er að bæta námsárangur. Sérstök áhersla er lögð á jákvæða umfjöllun, stuðning og aðhald í daglegu skólastarfi. Verklag framtíðarsýnarinnar einkennist af; 1) áherslu á læsi og stærðfræði í leik- og grunnskólum, 2) notkun skimunarprófa í lestri og stærðfræði, 3) frammistöðumati, 4) góðri samvinnu heimilis og skóla og 5) rannsóknum og gagnvirku sambandi við háskólasamfélagið. Framtíðarsýnin skapar áherslu, hvatningu, stuðning og aðhald fyrir daglegt skólastarf, en á sama tíma fá skólarnir að halda sérkennum sínum og frelsi til að móta eigin aðferðir til að mæta markmiðum framtíðarsýnarinnar. Sýnt þykir að þessi vinna er farin að hafa áhrif og sjá má viðsnúning í frammistöðu nemenda í Reykjanesbæ.

Erindi Gylfa Jóns var vel tekið af öllum sem hlýddu á og í kjölfarið settust skólastjórnendur og pólitískir fulltrúar niður og tóku báðir aðilar jákvætt í að fara yfir hvað hægt væri að gera til að bregðast við með svipuðum hætti í Vestmannaeyjum. Skólaskrifstofu hefur nú verið falið að vinna áfram að framgangi málsins og athuga hvaða leiðir eru raunhæfar til að setja slíka vinnu formlega í gagnið. Fræðsluráð mun í kjölfarið í samráði við alla aðila sem eiga hlut að máli taka afstöðu til næstu skrefa.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.