Bæjarráð lýsir yfir undrun og vonbrigðum!

Funda skal með þingmönnum í næstu viku

17.September'14 | 06:40

Bæjarráð Vestmannaeyja fundaði í gær og voru komandi fjárlög ríkisins til umræðu.  Lýsir ráðið yfir bæði undrun og vonbrigðum með málið og óskar eftir skýrum og tafarlausum svörum frá Samgönguyfirvöldum. Bókunina má sjá hér að neðan auk viðtals við Elliða bæjarstjóra um málið.

Bæjarráð lýsir yfir undrun og vonbrigðum með að ekki sé tryggð fjármögnun á nýrri Vestmannaeyjaferju í fyrirliggjand fjárlagfrumvarpi. Bæjarráð vekur athygli á því að í frumvarpinu segir: ,,Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvernig háttað verður fjármögnun á nýrri Vestmannaeyjaferju en gert er ráð fyrir að það mál verði skoðað sérstaklega þegar fullnaðar hönnun liggur fyrir.“ Bæjarráð telur orðhengilshátt sem þennan ekki boðlegan fyrir samfélag sem beðið hefur milli vonar og ótta vegna ótryggra samgangna í 4 ár. Krafa Vestmannaeyjabæjar er að tafarlaust verði tryggð fjármögnun á nýrri Vestmannaeyjaferju í fjárlögum fyrir komandi ár.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að boða til fundar með þingmönnum suðurkjördæmis mánudaginn 22. September. Þá óskar bæjarráð eftir svörum frá Vegamálastjóra um það hvort að það fjármagna sem ætlað er í rekstur Landeyjahafnar dugi til að veita þá þjónustu sem þörf er á allan ársins hring. Þar undir fellur að nægilegt fé sé ætlað til dýpkunar, reksturs mannvirkja og áframhaldandi þróun og rannsóknir til að vinna höfnin út úr þeim vanda sem glímt hefur verið við frá opnun hennar.

Bæjarráð óskar einnig eftir skýrum og tafarlausum svörum frá Samgönguyfirvöldum um það hvernig samgöngum við Vestmannaeyjar verður háttað þegar til þess kemur að Herjólfur tekur upp siglingar í Þorlákshöfn. Í því samhengi er minnt á þá kröfu að Landeyjahöfn verði áfram nýtt af öðrum sæförum með heimild til þjónustu á siglingaleiðinni milli lands og Eyja.

 

Eyjar.net náðu tali af Elliða Vignissyni bæjastjóra um málið eftir fund bæjarráðs:

„Það er alveg kristalskýrt að við munum ekki una því að tafir verði á komu nýs skips.  Nóg er nú þegar orðið af brostnum vonum í því sem tengist Landeyjahöfn og tími til kominn að hlutirnir verði látnir ganga eftir.  Stór þáttur í því er að fá nýtt skip til þjónustu og það gerist náttúrulega ekki nema að fjármagn sé tryggt.  Á meðan á smíði þess stendur þarf að laga höfnina þannig að nýtt skip geti haldið uppi reglulegum siglingum í hana allt árið. 

Það er líka alveg ljóst að við gerum þá kröfu á samgönguyfirvöld að þrátt fyrir að Herjóflur geti ekki siglt í Landeyjahöfn í vetur þá verði höfninni ekki lokað.  Þannig viljum við kanna til hlýtar hvort hægt er að nýta Baldur áfram í það verkefni samhliða siglingum Herjólfs í Þorlákshöfn og svo hefur Víkingur löngu sannað mikilvægi sitt á siglingaleiðinni milli Eyja og Landeyjahafnar.  Samgöngumál við Vestmannaeyjar eru sannarlega snúin.  Það skyldi engin halda að það sé létt verk og löðurmannlegt að leysa verkefnið svo vel sé. 

Það er hinsvegar alveg jafn ljóst að það er hægt að gera langtum betur en verið hefur seinustu ár.  Við ætlumst til þess að nú verði verkefnið klárað og þangað til verði okkur tryggð betri samgöngur á veturnar en verið hefur hingað til.  Með það í huga hef ég óskað eftir fundi með þingmönnum 22. Sept og sent Vegamálastjóra þær spurningar sem bæjarráð beindi til hans. “ sagði bæjarstjóri að lokum.

 

 

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).