Göngum í skólann

Myndband með frétt

16.September'14 | 10:27

Fimmtudaginn 11. sept, setti Grunnskóli Vestmannaeyja formlega átakið Göngum í skólann. Nemendur í 8. – 10. gengu yfir í Hamarsskóla og heimsóttu vinabekki sína. Eldri nemendurnir hlustuðu á þá yngri lesa þegar því var lokið unnu allir með eina persónu sem þeir lituðu og klipptu út og hengdu síðan upp á veggi skólans. Í lokin fóru allir út á skólalóð að leika og borðuðu ávexti saman.

Nemendur í  4. og 5. bekk gengu yfir í Barnaskóla til að hitta nemendur í 6. og 7. bekk. Skólastjóri  þar hélt stutta ræðu og setti verkefnið í GRV. Eftir það var skipt í hópa og nemendur fóru í hópeflisleiki á skólalóðinni. Þar var líka boðið uppá ávexti í lokin. Dagurinn var einstaklega vel  heppnaður og stóðu nemendur sig frábærlega.

Hér má sjá skemmtilegt myndband sem hefur að geyma myndir af krökkunum að vinna verkefni í tengslum við göngum í skólann. Þá hittust vinabekkir skólana tveggja Hamarskóla og Barnaskóla.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is