"Vekur undrun að ekki sé áætlað fjármagn til byggingar ferju"

12.September'14 | 13:49

Eyjar.net greindu fyrstir fjölmiðla frá því að ekki væri króna tryggð í nýjum fjárlögum til áframhaldandi vinnu við undirbúning og smíði nýs Herjólfs. Elliði Vignisson bæjarstjóri svaraði nokkrum spurningum frá okkur vegna málsins.

Hver eru viðbrögð þín við fréttum gærdagsins um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar?
 

Við hjá Vestmannaeyjabæ erum núna að lúslesa fjárlögin til að átta okkur á hvernig ríkið kemur til með að haga sínum rekstri hér í Eyjum á næsta ári.  Sannarlega vekur það undrun að ekki skuli vera áætlað sérstakt fjármagn til byggingar nýrrar Vestmannaeyjaferju.  Eins og allir vita stendur hönnun nú yfir og allar líkur eru fyrir því að hægt verði að hefja smíði eigi síðar en á fyrsta ársfjórðungi næsta árs.  Reyndar stendur í fjárlögunum: „"Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvernig háttað verður fjármögnun á nýrri  Vestmannaeyjaferju en gert er ráð fyrir að það mál verði skoðað sérstaklega þegar fullnaðarhönnun liggur fyrir."  Sennilegt er að til sérstakrar skoðunar sé svo kölluð PPP leið til fjármögnunar.  Í því fellst samstarf fjármögnun og eftir atvikum eignarhald nýrrar ferju verði á ábyrgð einkaaðila en ríkið geri síðan leigu samning um ferjuna.  Sé sú leið farin er eðli málsins samkvæmt ekki gert ráð fyrir heildarútgjöldum á fjálagaárinu 2015.  Ég á fund með nefnd um PPP 9. okt þar sem ég kem til með að fara yfir þessi mál með þeim.

 

Hefur þú trú á PPP (public-Private-partnership) leið við fjármögnun nýs Herjólfs?

Ég vil svo sem ekki útiloka neitt.  Mestu skiptir að árið 2016 komi ný ferja til þjónustu.  Það er nóg komið af brostnum vonum í því sem snýr að Landeyjahöfn.  Hvað PPP varðar þá verð ég þó að segja að ég sé það ekki fyrir mér að sú leið verði ódýrari fyrir ríkið hvað Landeyjahöfn varðar.  Sundabraut er annars eðlis þar sem hún skapar nýjar tekjur með veggjöldum.  Herjólfur er nú þegar með gjaldtöku og hún verður ekki hækkuð.  Nýtt skip skilar því ekki nýjum tekjustofni heldur eingöngu aukinni þjónustu og meiri búsetugæðum hér í Eyjum.

 

Telur þú hættu á að enn verði frestun á tilkomu nýrrar Vestmannaeyjaferju?

Já, ég skal bara vera algerlega ærlegur með það að ég tel raunverulega hættu á því.  Við skulum alveg hafa það á hreinu að fjárlögin sníða mjög þröngan stakk og mikið af brýnum verkefnum sem þarf að skera niður.  Frumvarpið eins og það liggur fyrir núna gerir ráð fyrir 4 milljarða tekjuafgangi.  Það merkir að ríkið hefur skv. Því 4 milljarða til að greiða niður skuldir sem nema sennilega um 1500 milljörðum.  Það er því hætt við að ef við stöndum ekki saman í þessari kröfu þá verði það notað til að gera frekari drátt á þessu.

 

En hvað með þingmenn.  Eru þeir að berjast fyrir þessu?

Já það efast ég ekki um að þingmenn suðurkjördæmis gera það, sama hvar í flokki þeir standa.  Þannig skrifaði Unnur Brá til að mynda stuttan pistil í gær undir fyrirsögninni „Ríkisstjórnin mun standa við gefin loforð um smíði nýs Herjólfs“.  Með öflugt fólk á vaktinni verður hægt að sigla þessu verkefni í höfn á tilsettum tíma.

 

Er þetta ekki staðfesting á því að undir gæti legið vantrú á þvi að minni ferja sé lausn á samgönguvanda Vestmannaeyja?

Að held ég örugglega ekki enda ljóst að stærri ferja myndi merkja meiri frátafir í Landeyjahöfn og tíðari sigling í Þorlákshöfn.  Þá held að flestir sem hafa tjáð sig um málið af hálfu ríkisins meti stöðuna þannig að þótt höfnin eigi eftir að þróast og taka breytingum þá er ekki á næstunni neitt sem veldur straumhvörfum hvað það varðar.  Þetta snýst einfaldlega um peninga.

 

Að lokum. Hvernig verður nýja skipið?

Eins og gefur að skilja þá vitum við það ekki enn, skipið er jú í hönnun.  Við funduðum þó með norsku skipaverkfræðingunum fyrir skömmu og stýrihópnum sem fer fyrir smíðinni.  Þar minntum við á kröfulýsingu Vestmannaeyjabæjar.  Í viðbót við hið sjálfgefna svo sem að ferjan geti siglt með öryggi við að lágmarki 3,5 metra ölduhæð, beri amk. svipað og núverandi Herjólfur og geti farið að lágmarki 7 – 8 ferðir á dag lögðum við fram þá kröfu að skipið verði með kojum sem nýtast ef og þegar til þess kemur að það siglir í Þorlákshöfn, góða veitingasölu og fl.

 

Tengd frétt.

 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).