N1 og handknattleiksdeild ÍBV í samstarf

12.September'14 | 13:25

Í gær skrifuðu handknattleiksdeild ÍBV og olíufélagið N1 undir samstarfssamnings til 2 ára með möguleika á framlengingu.

Að sögn Karls Haraldssonar, formanns er ráðið mjög ánægt með samninginn og er sérstaklega gott að fá nýjan og jafn öflugan samstarfsaðila inn og N1 er.

Karl sagði ennfremur ,,Nú erum við að skila fleiri uppöldum leikmönnum upp í meistaraflokka okkar en áður og er það hið besta mál og má þakka það góðri umgjörð yngri flokka og akademíunni". Ekki skemmir svo fyrir árangur síðustu ára hjá meistaraflokkunum. Það er tekið eftir því á landsvísu hvernig staðið er að málum hér hjá okkur".

Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs N1 segir að fyrirtækið sé mjög ánægt með samninginn. ,,N1 hefur fylgst vel með hvernig staðið hefur verið að málum hjá handknattleiksdeildinni og uppbyggingastarfinu sem þar hefur verið unnið síðustu ár. Sérstaklega sé ánægjulegt að sjá hve vel er haldið utan um ungviðið og er samningurinn liður í að styrkja það starf enn frekar."

Ennfremur segir Hinrik ,,Skipulagið er gott i kringum allt starfið, akademian er frábært framtak. Barna og unglingastarfið hvetur krakkana til heilbrigðs lífernis og er gott forvarnarstarf. Þjálfarnir eru vel menntaðir sem er góð hvatning fyrir krakkana og skilar frábærum árangri eins og hefur sýnt sig á undanförnum árum enda átti IBV flesta yngriflokka í úrslitum bikarkeppninnar s.l vor".

"Það er mjög mikilvægt fyrir félag eins og N1 að búa í sátt og samlyndi við einstaklinga og fyrirtæki og erum við hjá N1 griðarlega sáttir við samstarfið við Eyjamenn", segir Hinrik Örn að lokum.
 


Nýtt handknattleiksráð.

Einnig er komið nýtt handknattleiksráð. Allt er þetta fólk sem þekkir vel til deildarinnar og hefur verið bakhjarlar fráfarandi ráðs síðustu ár. Ráðið er þannig skipað:

Karl Haraldsson, formaður.
Valgerður Guðjónsdóttir, varaformaður
Pálmi Harðarson, gjaldkeri
Grétar Eyþórsson, meðstjórnandi
Katrín Harðardóttir, meðstjórnandi


Öflugir bakhjarlar sem standa þétt við bakið á nýja ráðinu.

Kalli vildi koma því á framfæri að hann væri þakklátur öllu því góða fólki sem stendur á bak við ráðið og án alls þessa væri ekki hægt að standa jafn vel að umgjörð liðanna beggja auk unglingaflokkana. Fráfarandi ráð er ekki undanskilið þarna og er hver og einn þeirra komin með verkefni fyrir komandi vetur.


Stórleikir framundan.

Nú standa fyrir dyrum tveir erfiðir Evrópuleikir og verða þeir báðir hér í Eyjum um helgina. Mótherjarnir eru frá Ísrael og heitir liðið Maccabi Rishon. Fyrri leikurinn er á morgun klukkan 16.00. Síðari leikurinn er á sunnudaginn kl. 14.00.

Við hvetjum Eyjamenn til að mæta í höllina og styðja sitt lið.

undirskriftkalli

Hinrik og Karl handsala samninginn

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is