,,Mun vinna að því að staðið verði við fyrirheit ríkisstjórnarinnar"

12.September'14 | 09:43

Eyjar.net heyrði í Ásmundi Friðrikssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins vegna fjárlagafrumvarpsins og að ekki sé tryggt fjármagn til smíði eða hönnunar nýs Herjólfs.

Ásmundur segir að nú sé verið að hefja hōnnun á nýjum Herjólfi og í framhaldinu verður tekin ákvōrðun um byggingu og fjármōgnun. Ég mun vinna að því að staðið verði við það fyrirheit ríkisstjórnarinnar um lagfæringar á Landeyjarhōfn og byggingu nýs Herjólfs.

Einnig spurðum við Ásmund útí aðra liði í frumvarpinu sem snerta Vestmannaeyjar?

Varðandi aðra liði þá hef ég ekki ekki farið nákvæmlega yfir hvern lið frá 2014 en bendi á að framlōg til framhaldsskóla er hækkað um14% frá 2014 og áframhadandi bætt lífskjōr ōryrkja og eldri borgara með 5 milljarða viðbótarframlagi og 1,8 ma til viðbótar í heilbrigðiskerfið, heilsugæslu og sjúkraflutningum svo fátt eitt sé talið. Þá mun einfōldun virðisaukaskattkerfisins, niðurfelling vōrugjalda og hækkun barnabóta um13% auka kaupmátt um 0,5% sem þó er kallað til einfōldunar hækkun á matarskatti. Breytingar á skōttum og veiðigjalda til lækkunar kemur fram á næsta ári og samanlōgð áhrif á skattabreytingum og vōrugjalda áranna 2014 og 2015 mun skila auknum kaupmætti sem nemur 40 milljarða króna í vasa fólksins í landinu og það er stærsta stefnubreyting ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar.

 

Tengd frétt.

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.