Ekkert fjármagn í nýsmíði Herjólfs

Fjárframlög til Landeyjahafnar lækka einnig

11.September'14 | 15:19

Eftir samtöl síðunnar við þingmenn um nýja fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar, er staðfest að ekki er neitt fjármagn skilgreint til hönnunar eða smíði nýrrar ferju milli lands og Eyja. Eyjar.net ræddi við tvo þingmenn framsókanrflokksins í Suður-kjördæmi um málið í dag. Þau Silju Dögg Gunnarsdóttur og Harald Einarsson, en Haraldur á sæti í samgöngunefnd Alþingis. Staðfestu þau bæði að ekki væri getið á um neitt fjármagn til þessa verkefnis á fjárlögum 2015.

Nú er það vissulega svo að í meðförum þingsins taka mál oft breytingum og er það óskandi að svo verði í þessu máli, en vissulega er útlitið ekki gott í þessu mikilvæga hagsmunamáli okkar Eyjamanna. Haraldur sagði einnig að ekki hafi verið gefn út breyting á samgönguáætlun þar sem þetta væri inni og þarfnaðist þetta mál nánari útskýringar inní samgöngunefnd.

 

Fjárframlög til Landeyjahafnar lækka!
 
Í þessu sama frumvarpi má benda á að fjárframlög til Landeyjahafnar lækka um 254 milljónir á næsta ári.

Þetta er staða Vestmannaeyja í samgöngumálum í dag. Eyjar.net mun á næstu dögum leita viðbragða hjá bæjarfulltrúum Vestmannaeyja vegna málsins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.