22 skemmtiferðaskip höfðu viðkomu í Eyjum í sumar

10.September'14 | 11:07

Í sumar komu hingað til Eyja 22 skemmtiferðaskip. Alls voru farþegar 8472. Fyrsta skipið, Voyager, hafði hér viðkomu 21.maí og síðasta skipið, Bremen var hér í höfn 7.september. 17 skip komu að bryggju og með þeim skipum 4637 farþegar en 5 skip lögðust á legu en með þeim komu 3835 farþegar.

Sum skipin komu oftar en einu sinni Le Austral kom fjórum sinnum með rúmlega 200 farþega í hverri ferð. Stærsti einstaki dagurinn var 5.ágúst en þá komu tvö skip, Prinsedam lagðist að bryggju með 823 farþega og Veendam lá á legu með 1292 farþega. Prinsedam er jafnframt stærsta skip sem komið hefur til hafnar í Vestmannaeyjum, 39 þúsund brúttótonn og 205 metra langt. Til samanburðar þá er Herjólfur 69 metra langur og 3354 brúttótonn.

Ljóst er að mikil aukning er í komu skemmtiferðaskipa til Vestmannaeyja og eiga 40 skip pantað pláss á næsta ári.

 

Heimild: Vestmannaeyjar.is.

 

Við hvetjum fólk að senda okkur flottar myndir  og annað skemmtilegt sem tengjast Vestmannaeyjum á netfangið eyjar@eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.