22 skemmtiferðaskip höfðu viðkomu í Eyjum í sumar

10.September'14 | 11:07

Í sumar komu hingað til Eyja 22 skemmtiferðaskip. Alls voru farþegar 8472. Fyrsta skipið, Voyager, hafði hér viðkomu 21.maí og síðasta skipið, Bremen var hér í höfn 7.september. 17 skip komu að bryggju og með þeim skipum 4637 farþegar en 5 skip lögðust á legu en með þeim komu 3835 farþegar.

Sum skipin komu oftar en einu sinni Le Austral kom fjórum sinnum með rúmlega 200 farþega í hverri ferð. Stærsti einstaki dagurinn var 5.ágúst en þá komu tvö skip, Prinsedam lagðist að bryggju með 823 farþega og Veendam lá á legu með 1292 farþega. Prinsedam er jafnframt stærsta skip sem komið hefur til hafnar í Vestmannaeyjum, 39 þúsund brúttótonn og 205 metra langt. Til samanburðar þá er Herjólfur 69 metra langur og 3354 brúttótonn.

Ljóst er að mikil aukning er í komu skemmtiferðaskipa til Vestmannaeyja og eiga 40 skip pantað pláss á næsta ári.

 

Heimild: Vestmannaeyjar.is.

 

Við hvetjum fólk að senda okkur flottar myndir  og annað skemmtilegt sem tengjast Vestmannaeyjum á netfangið eyjar@eyjar.net.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.