Gönguferð á Fimmvörðuháls

9.September'14 | 09:28
480

Allur hópurinn nema Björgvin.

Í síðustu viku fór Framhaldsskólinn í sína árlegu gönguferð yfir Fimmvörðuhálsinn. Er þetta í ellefta sinn sem farið er á vegum skólans yfir hálsinn. Alls fóru 36 manns þessa ferð sem að tókst með eindæmum vel. Veðrið eins og best verður á kosið og leiðin greiðfær. Alls voru nemendur FÍV 27 og svo fengu nokkrir fyrrum nemendur skólans að spreyta sig, því ekki var boðið uppá slíka ferð þegar þeir lögðu stund á nám þar.

Yfirfararstjórar voru reynsluboltarnir Björgvin Eyjólfsson, sem hefur farið í allar framhaldsskólagöngurnar ellefu og Grímur Guðnason sem var að fara sína 10. skólagöngu. Eina ferðin sem Grímur missti úr var í fyrra og þá var vindurinn um 30. metrar á sek. Nú hinsvegar var hann 3. metrar á sek.

Lagt var í hann með fyrstu ferð Herjólfs á fimmtudaginn og í Landeyjahöfn biðu okkar rútur sem keyrðu okkur upp að Skógum. Þar hófst gangan stundvíslega klukkan 10.00. Eftir hópmyndatöku á fyrsta útsýnispallinum var þrammað af stað og gengið uppí skála, þar sem borðaður var síðbúinn hádegisverður sem hver og einn hafði fundið til í bakpokann sinn. Síðan var haldið áfram og alltaf jókst náttúrufegurðin. Er komið var niður Morisheiði var ákveðið að sleppa beislinu af þeim allra hörðustu enda hópurinn þá komin yfir erfiðasta hjallann. Síðan labbaði hver á sínum hraða niður í Bása í Þórsmörk þar sem biðu okkar teygjuæfingar í umsjá Írisar Sæmundsdóttur og síðasta hressing þessarar ferðar. Það var svo fjallarúta sem kom að sækja hópinn og koma okkur niður í Landeyjar fyrir síðustu ferð Herjólfs.

Frábær ferð á enda og 27 kílómetrar að baki hjá hressum hópi þar sem aldursforseti ferðarinnar var Ólafur H. Sigurjónsson, fyrrum skólameistari FÍV.

 

 

485

Helmingurinn að teygja

472

Hópurinn í upphafi göngu

482

Mikilvægt að teygja vel

Eyjafjallajokull_Fimmvorduhals_Thorsmork4

Hér sést ágætlega síðari hluti leiðarinnar

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.