Nýr forstjóri Heilbrigðisstofnunar

5.September'14 | 17:45
Herdis-Gunnarsdottir

Herdís Gunnarsdóttir

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur skipað Herdísi Gunnarsdóttur forstjóra nýrrar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands sem tekur til starfa 1. október næstkomandi. Herdís var valin úr hópi tíu umsækjenda og var önnur tveggja sem metnir voru hæfastir.

Samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu annast þriggja manna nefnd hæfni umsækjenda um stöður forstjóra heilbrigðisstofnana og má engan skipa til starfa nema nefndin hafi talið hann hæfan. Í umsögn hæfnisnefndar um Herdísi segir að hún uppfylli mjög vel skilyrði auglýsingar um menntun. Hún hafi verið stjórnandi á klínísku sviði um árabil og verið leiðandi í ýmsum vísinda-, þróunar- og umbótaverkefnum á Landspítala í nokkur ár. Hún hafi góða yfirsýn yfir heilbrigðismál og menntun heilbrigðisstétta og skýra sýn á stefnu stjórnvalda og skipulag þjónustunnar.

Ný Heilbrigðisstofnun Suðurlands verður til við sameiningu heilbrigðisstofnananna á Selfossi, Höfn og í Vestmannaeyjum.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.