Maður hrapaði í Súlnaskeri

Ekki talinn alvarlega slasaður

5.September'14 | 07:21

Karlmaður á sextugsaldri var fluttur með þyrlu á Landspítalann í Reykjavík eftir að hann hrapaði úr bjargi í Vestmannaeyjum í gær. Maðurinn var við súluveiðar í Súlnaskeri, um níu kílómetra sunnan Heimaeyjar.

Á leið aftur niður úr eynni féll hann 15 til 20 metra, að sögn lögreglu, skall utan í klettana og lenti í sjónum. Lögregla segir að maðurinn hafi ekki misst meðvitund og félagar hans hafi dregið hann upp í bát og siglt með hann til hafnar í Heimaey.

Maðurinn mun hafa verið þaulvanur og skilyrði góð. Að sögn lögreglu var hann ekki í öryggislínu en lögreglan segir að ekki sé venjan að notast við öryggislínu á þessum stað. Maðurinn er ekki talinn vera lífshættulega slasaður.

 

RÚV greindi frá.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.