Elliði um lokun skrifstofu vinnumálastofnunar:

,,Verður mótmælt harðlega"

3.September'14 | 07:06

Sérfræðingur við Háskólann á Akureyri segir að ákvörðun Vinnumálastofnunar um að loka þremur þjónustuskrifstofum á landsbyggðinni samrýmist ekki stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í byggðamálum, né gildandi byggðaáætlun Alþingis.

Vinnumálastofnun hefur ákveðið að loka þjónustuskrifstofum stofnunarinnar á Húsavík, Sauðárkróki og í Vestmannaeyjum í sparnaðarskyni. Formaður Framsýnar á Húsavík bendir á að stjórnvöld hreyki sér af flutningi Fiskistofu til Akureyrar með það að markmiði að fjölga opinberum störfum á landsbyggðinni. Á sama tíma vinni sömu stjórnvöld markvisst að því að leggja niður opinber störf á öðrum stöðum á landsbyggðinni. Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er talað um að jafna dreifingu opinberra starfa vítt og breitt um landið. Hjalti Jóhannesson, sérfræðingur við Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri, hefur um árabil fylgst náið með byggðamálum. Honum finnst ákvörðunin um að loka skrifstofunum ekki góð. 
„Sérstaklega af því að við erum að horfa á að það eru stefnur í gangi, bæði stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar og byggðaáætlun og þær kveða á um að fjölga störfum á landsbyggðinni. Það er slæmt ef einstakir forstöðumenn eru að ganga þvert á þessa stefnu og maður spyr hvernig menn ætla að hafa eftirfylgnina með þessum áætlunum. Og maður saknar þess mjög gjarnan í tengslum við byggðaáætlun hvernig ákvæðum hennar er fylgt eftir. Það er eins og menn geri sér leik að því að gera þvert á það sem ákveðið er á Alþingi í tengslum við byggðamál,“ segir Hjalti.

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir að lokun skrifstofunnar þar verði mótmælt harðlega.

 

Ruv.is

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.