Vestmannaeyjar þriðja kvótahæsta byggðarlagið

Grindavík fer upp í annað sætið

2.September'14 | 06:40

Vestmannaeyjar eru nú í þriðja sæti yfir kvótaúthlutun í upphafi nýs fiskveiðiárs. Þrjú byggðarlög skera sig úr varðandi úthlutunina. Mest fer til skipa sem hafa heimahöfn í Reykjavík eða 13% samanborið við 13,3% í fyrra.

Grindavík er nú komið uppí annað sætið og fer upp fyrir Vestmannaeyjar og eru 10,9% af heildinni þar og er það aukning um 2,5% frá síðasta úthlutunarári. Vestmannaeyjar, sem hefur lengst af verið í öðru sæti er nú í því þriðja með um 10,5% samkvæmt vef Fiskistofu. Samdráttur var uppá 0,7% á milli ára í Eyjum.

Þrjú kvótahæstu fyrirtækin í Eyjum eru sem fyrr Vinnslustöðin, sem hefur yfir að ráða 3,99% af heildarúthlutun og er í sjöunda sæti yfir landið allt. Ísfélagið er skráð fyrir 2,09% og situr í 14 sæti. Bergur-Huginn hefur 1,51% kvótans. HB Grandi trónir sem fyrr á toppnum yfir fyrirtækin og hefur yfir að ráða 10,67% kvótans.

 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is