Dagbók lögreglunnar:

Árekstur í smábátahöfninni

26.Ágúst'14 | 16:42

Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í vikunni sem leið og má þar helst telja nokkur slys sem urðu í umdæminu.  Frekar rólegt var í kringum veitingastaði bæjarins um helgina og engin teljandi vandræði sem fylgdi skemmtanahaldinu.

Einn ökumaður var stöðvaður af lögreglu vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna, auk þess sem hann ók sviptur ökuréttindum.

Ein eignaspjöll voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku en um var að ræða rúðubrot í Þórsheimilinu.  Um er að ræða tvær rúður sem voru brotnar og er talið að rúðurnar hafi verið brotnar, annaðhvort að kvöldi 18. ágúst eða aðfaranótt  19. ágúst sl.  Ekki er vitað hver eða hverjir voru þarna að verki en þeir sem hafa einhverjar upplýsingar um það hverjir þarna voru á ferð, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu.

Í vikunni var lögreglunni tilkynnt um vinnuslys í Vinnslustöðinni en þarna hafði verktaki sem var að vinna við viðgerð á þaki dottið niður.  Er talið að fallið hafi verið á bilinu 4-6 metrar.  Maðurinn slasaðist á mjöðm og var fluttur með sjúkraflugi á sjúkrahús í Reykjavík.  

Þá var lögreglu tilkynnt um mann sem féll af þaki einbýlishúss en hann hafði verið að vinna við þak hússins.  Maðurinn var fluttur á Heilbrigðisstofnunina í Vestmannaeyjum en hann kvartaði yfir eymslum í baki og höfði.

Í byrjun vikunnar var lögreglan kölluð að smábátahöfninni vegna áreksturs tveggja erlendra skútna en einhverjar skemmdir urðu á skútunum við áreksturinn.  Hins vegar urðu engin slys á fólki við áreksturinn.

Í vikunni var lögreglan kölluð til vegna slyss við akstur svokallaðs „Segwey-hjóls“ en þarna hafði kona dottið af hjólinu og kvartaði yfir eymslum í baki.  Hún var flutt á Heilbrigðisstofnunina í Vestmannaeyjum til aðhlynningar.  Ekki var um alvarleg meiðsl að ræða.

Lögreglan vill minna ökumenn á að núna þegar skólar eru byrjaðir þá fjölgar gangandi vegfarendum í umferðinni og þá sérstaklega börnum sem eru á leið til og frá skóla.  Eru ökumenn því hvattir til að fara varlega, sérstaklega í kringum skólana.  Ökumenn eru jafnframt hvattir til að virða gangbrautaréttinn.

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.