ÍBV leikur báða Evrópuleikina gegn ísraelska liðinu í Eyjum

25.Ágúst'14 | 21:55

Íslandsmeistarar ÍBV munu leika báða leiki sína gegn ísraelska liðinu Hapoel Ris­hon LeZi­on í Vestmannaeyjum en leikirnir fara fram 13. og 14. september. Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, staðfestir þetta í samtali við Sport.is í dag.

„Leikirnir fara báðir fram í Vestmannaeyjum ig verða leiknir 13. og 14. september. Þetta var staðfest núna um helgina," sagði Gunnar.

Aðspurður um hvort hann væri ekki feginn að losna við ferðalag til Ísrael, sérstaklega vegna ástandsins í landinu, sagði hann: „Það má ekki fara þangað vegna ástandsins svo það kom aldrei til greina að spila leikina þar. EHF er búið að gefa það út að leikir í Evrópukeppni fari ekki fram þar,"

Þá spurðum við Gunnar út í liðið, Hapoel Ris­hon LeZi­on, sem er það sigursælasta í Ísrael. „Þetta er sama lið og mætti FH fyrir þremur árum og vann þá með einu marki. Ég hef séð myndband af leik liðsins og þetta virkar gott lið." En hvernig metur Gunnar möguleika ÍBV gegn liðinu. „Það er erfitt að meta það en fyrirfram held ég að þetta verði bara 50/50 leikur. Við fengum ekki of sterkan mótherja en ekki of slakan heldur, þetta verður bara skemmtilegt."

 

Sport.is greindi frá.

Tengd frétt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.