Lundaball í uppnámi!

22.Ágúst'14 | 13:06
Elliðaey

Elliðaey

Hvíslað er um það að lundaballið sé í uppnámi. Í ár er það Elliðaey-ar félagið sem á að sjá um ballið en þar á bæ virðast menn ekki treysta sér í það. Ekki fylgir sögunni hvort fækkað hefur í félaginu en Elliðaey var á sínum tíma fjölmennasta úteyja-félagið.

Þrjár leiðir hafa heyrst nefndar sem verið er að skoða. Sú fyrsta sé að Hellisey-ingar sem halda eigi ballið á næsta ári komi Elliðaey-ingum til bjargar þetta árið. Leið tvö er að Einsi Kaldi muni halda ballið og þá verði gamalt efni síðustu ára í spilaranum eða að eyjarnar skipti með sér atriðunum. Sú þriðja og sú sísta er að ekki verði haldið Lundaball þetta árið.


Spennandi verður að fylgjast með hvaða leið verður farin!  

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...