Stýrihópur um málefni eldri borgara

Sólrún Gunnarsdóttir ráðin deildarstjóri málaflokksins

21.Ágúst'14 | 16:25

Hraunbúðir

Á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs voru málefni eldri borgara í brennidepli. Þar voru kynntar breytingar á skipulagi öldrunarþjónustu þar sem Sólrún Gunnarsdóttir, félagsráðgjafi mun taka við starfi deildarstjóra öldrunarmála. Auk þess var ákveðið að setja á laggirnar stýrihóp um sömu mál.

Samhliða þessum breytingum verður auglýst eftir starfsmanni sem halda á utan um dagdvöl á Hraunbúðum og verkefni félagslegrar heimaþjónustu. Fjölskyldu- og tómstundaráð er samþykkt þessum breytingum enda þjónusta við eldri borgara mikilvægt og vaxandi verkefni innan sveitarfélagsins.

 

Fjölgun eldri borgara verði 50% til ársins 2025

Vestmannaeyingum hefur borið gæfa til að standa vel að málefnum eldri borgara enda á sú kynslóð sem byggði upp okkar góða samfélag að njóta verðskuldaðrar virðingar. Í hinum vestræna heimi mun þróun næstu ára verða sú að öldruðum mun fjölga verulega sem hlutfalli af heildar íbúafjölda. Samkvæmt Hagstofu Íslands mun Íslendingum 67 ára og eldri fjölga úr 36 þúsund í 54 þúsund frá árinu 2013 til ársins 2025 eða um 50%. Ekki er ástæða til að áætla annað en að svipuð þróun muni verða hér í Vestmannaeyjum. Þessi breyting mun kalla á nýjar og framsæknar hugmyndir í öldrunarþjónustu og slíku mun fylgja verulegur kostnaður umfram það sem nú er. Kostnaður kemur fram í aukinni eftirspurn eftir hjúkrunarrýmum, aukinni heilsugæslu, sjúkrahúsþjónustu osfrv.

Til að kortleggja stöðuna og undirbúa frekari stefnumótun samþykkir fjölskyldu- og tómstundaráð að skipa 5 manna stýrihóp. Hópurinn skal sérstaklega kortleggja aldurssamsetningu í Eyjum og leggja mat á líklega þróun. Þá skal mat lagt á núverandi þjónustustig og núverandi þörf. Að lokum skal leggja grunn að frekari stefnumótun og þróun þjónustu við eldri borgara um leið og mat verður lagt á kostnað við slíkt.

Ráðið samþykkir að í hópnum sitji Páll Marvin Jónsson, Sigurhanna Friðþórsdóttir, Geir Jón Þórisson, Birna Þórsdóttir og Auður Ósk Vilhjálmsdóttir sem öll eiga einnig sæti í Fjölskyldu- og tómstundaráði. Með hópnum starfi Sólrún Gunnarsdóttir deildarstjóri öldrunarþjónustu bæjarins og Jón Pétursson framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs. Starfshópurinn mun eiga samstarf við aðra fagmenn á sviði öldrunarmála, þar með talið þjónustuhópi aldraðra. Hópurinn fundi reglulega í tengslum við fundi F&T og skili af sér niðurstöðum fyrir árslok, segir í fundargerð ráðsins.

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is