Lag­ar­foss kom­inn til hafn­ar í Eyjum

21.Ágúst'14 | 07:07

Nýj­asta skip Eim­skipa­fé­lags­ins, Lag­ar­foss, kom til Vestmanneyja í fyrsta skipti í morgunn. Skip­stjór­inn, Guðmund­ur Har­alds­son, tók við skip­inu í Kína ásamt ell­efu manna áhöfn þann 24. júní síðastliðinn.

Burðargeta skipsins er 12.200 tonn, það er 140,7 metrar á lengd og 23,2 metrar á breidd. Tveir 45 tonna gámakranar eru á skipinu sem hentar vel á markaðssvæði Eimskips á Norður-Atlantshafi. Skipið er búið öflugum skut- og bógskrúfum og er sérstaklega styrkt fyrir íssiglingar, með ísklassa 1A, auk þess að vera með tengla fyrir 230 frystigáma.

Lagarfoss mun leysa Selfoss af á gulu leiðinni sem siglir frá Grundartanga, Reykjavík og Vestmannaeyjum til Þórshafnar í Færeyjum, Immingham í Bretlandi, Hamborgar og Rotterdam. Með tilkomu nýja skipsins opnast möguleiki á að bæta við viðkomu í Vlissingen í Hollandi, meðal annars til að þjóna betur Norðuráli á Grundartanga, einum af stærstu viðskiptavinum félagsins.

Lagarfoss er sjöunda skipið sem ber þetta nafn hjá félaginu. Lagarfoss I var þriðja skipið sem Eimskip eignaðist og var það í eigu félagsins frá 1917 til 1949.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%