Brynjúlfsbúð

20.Ágúst'14 | 11:17
kirkjuv

Brynjólfsbúð

Á facebook-síðunni okkar Heimaey kennir ýmissa grasa. Þar má meðal annars sjá skemmtilega mynd af húsi sem stendur á horni Kirkjuvegar og Vestmannabrautar. Húsið heitir Helgafell, en flestir þekkja það í dag sem veitingastaðinn Lundann.  

Á facebook síðunni segir meðal annars:

Í kjölfar umfjöllunar um endurgert hús á Vestmannabrautinni barst aðsend mynd af húsinu Helgafelli í sínu upprunalega útliti en vægast sagt má segja að fyrrum ásýnd hússins hefur verið komið fyrir kattarnef. En að sjálfsögðu dæmir hver fyrir sig.

Húsið Helgafell stendur við Kirkjuveg 21 en það er þekkt undir ýmsum nöfnum. Einna helst Brynjúlfsbúð en þar rak kaupmaðurinn Brynjúlfur Sigfússon verslun um árabil. En einnig þekkt sem Kraftverk, Skútinn og Lundinn.

Húsið er tvílyft steinsteypuhús byggt árið 1919. Árið 1968 var valmaþak sett á húsið með kvistum og fékkst þá rými í risinu. Sólskála var bætt við til suðurs árið 1994 og fyrr í sumar var pallur settur ofan á þann skála og brutu þá menn gömlu steyptu svalirnar.

Húsið væri hin mesta bæjarprýði í sínu upprunalega ástandi.

 

Okkar Heimaey.

lundinn

Lundinn

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.