Teitur Atlason svarar Elliða

19.Ágúst'14 | 07:48
teitur_a

Teitur Atlason. Mynd: DV

Elliði Vignisson skrifaði grein um netníð og haturspósta á dögunum. Teitur Atlason svarar Elliða á umræðusíðu sinni í gærkvöldi. Grein Teits má sjá hér:

Þöggunartilburðir tannhvítingja

Það hefur verið vinsælt stef í umræðunni að skammast út í athugasemdarkerfin á vefmiðlunum.  Athugasemdakerfi DV hefur orðið að sérstöku hugtaki þar sem allur sori mannlegs breyskleika er saman komin.  Stjórnmálafólki sem "ofbýður" umræðan talar um athugasemdarkerfið á DV sem hinn mesta sora. 

 

Bæjarstjórinn í Vestamannaeyjum sem mun vera karl í krapinu, skrifaði hjartaflöktandi grein í Moggann þar sem hann greindi frá ofsóknum sem fólkið í athugasemdakerfinu hóf á hendur honum. 

 

Hvaða mannorðs-ætur eru þetta sem herja svona á stjórnmálamenn?  Hvar býr það?  Af hvaða hvötum fer þetta fólk fram með þeim illyrmisskap sem öllum er ljós? 

 

Ég þekki aðeins til internetsins og fylgist vel með fréttum á netinu og veit jafn vel og hver annar að fólkið í athugasemdakerfinu er ekki það vandamál eins og karlinn í krapinu, bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum heldur fram.

 

Fyrir það fyrsta eru þetta ekkert margar manneskjur sem tjá sig í téðu athugasemdakerfi með þessum "skelfilega" hætti.  Í mesta lagi 30 manns. 

 

Og hvað með það þótt sumir tjái sig svona eða hinsegin?  Hvað með það þótt einhver fussi og sveiji.  Hvað með það þótt einhver bilist og verði sér til skammar?  Hvað með það þótt einhver sé með sorakjaft?   Hvað með það herra bæjarstjóri í Vestmannaeyjum?  Hver er ógnin  sem stafar af þessu fólki? 

 

Fólk er mismunandi og fólk tjáir sig mismunandi þótt það komi sumum spánskt fyrir sjónir. Fólk er með mismunandi reynsluheim og kemur úr ólíkum aðstæðum.  

 

-Það eru ekki allir með hvítar tennur herra bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.

 

Það sem er mest um vert í umræðunni um hin skelfilegu athugasemdakerfi, eru þöggunartilburðir hinna ráðandi stétta sem þola ekki að allskonar fólk er skyndilega komið með "plattform" fyrir skoðanir sínar á hinu og þessu.

 

þegar öllu er á botninn hvolft eru það einmitt samfélagsmiðlarnir og hinn óhefti aðgangur almennings að orðinu, sem er mesta ógn hinna ráðandi stétta á móti hinni tannhvíttuðu samfélagsgerð hinna útvöldu.

 

Hlekkur á síðu Teits.

Tengd frétt.

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.