Egill Helga ánægður með Slippinn

17.Ágúst'14 | 12:14

Egill Helgason

Bloggarinn vinsæli Egill Helgason skrifar pistil á heimasíðu sína um heimsókn sína til Eyja í gær. Egill fór á Slippinn að borða og hefur hann orð á því að bestu veitingastaðirnir séu ekki í Reykjavík og lofar hann Slippinn.

Pistill Egils er eftirfarandi:

 

Bestu veitingastaðir Íslands eru ekki í Reykjavík

Tímar hafa breyst.

Þegar ég var strákur að vinna í Vestmannaeyjum var ekki hægt að fá mat nema í heimahúsum eða í mötuneytum frystihúsa.

Nú er fjöldi góðra veitingastaða í Eyjum.

Hér er horft út um glugga á Slippnum í gærkvöldi.

Slippurinn er í húsi þar sem áður var vélsmiðjan Magni. Hráleika húsnæðisins hefur verið haldið , hönnun staðarins er einfaldlega frábær, passar fullkomlega inn í bygginguna og rímar við höfnina.

Maturinn er lókal – fiskur og aftur fiskur – og verðið er sanngjarnt. Eitthvað annað en hið fráleita verð sem tíðkast á snobbuðustu stöðunum í bænum.

Mikið er skemmtilegt þegar bestu veitingastaðir Íslands eru ekki lengur í Reykjavík – nei, í rauninni langt frá borginni.

Slippurinn er í hópi minna uppáhaldveitingastaða á Íslandi – ásamt með Tjöruhúsinu á Ísafirði. Það er full ástæða til að gera sér sérferð til Eyja til að borða á Slippnum – bara muna að panta borð.

 

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.