Álsey leigð til Grænlands

16.Ágúst'14 | 08:45
Alsey_VE

Álsey VE leigð til Grænlands

Ákveðið hefur verið að leigja Álsey VE frá Ísfélagi Vestmannaeyja til Arctic Royal Greenland Pelagic á Grænlandi til veiða á makríl. Þetta kemur fram á vef Fiskifrétta.
 

Um 47.100 tonn af makríl hafa veiðst í grænlensku lögsögunni samkvæmt upplýsingum sem Fiskifréttir hafa fengið frá Grænlandi. 

Í gær var endurúthlutað um 2 þúsund tonnum af 3 þúsund tonna kvóta Northern Seafood sem gerir frystitogarann Júní út (fyrrum Venus HF). Kvótanum var endurúthlutað þar sem talið er að Júní nái ekki að veiða allan sinn kvóta. Þessi 2 þúsund tonn komu í hlut Prime Fisheries sem Brim á hlut í. Viðbótarkvótinn deilist þannig: 1.200 tonn til Brimnes RE og Guðmundar í Nesi RE og 800 tonn til Ilivileq (áður Skálaberg RE) og Ilivileq II.

Fram kemur í fréttinni að þetta sé þriðja skip Ísfélagsins sem leigt sé til Arctic Royal Greenland Pelagic. Hin eru Sigurður VE og Heimaey VE.

 

Fiskifréttir.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.