Kynþáttafordómar á Hásteinsvelli

12.Ágúst'14 | 12:10

Ömurlegt atvik átti sér stað á Hásteinsvelli þegar ÍBV tók á móti KR í undanúrslitum Borgunarbikarsins. Dómarar leiksins hafa skilað af sér skýrslu vegna meints kynþáttaníðs stuðningsmanna ÍBV í garð, Farid Zato, leikmanns KR.

Tekið var á atvikinu á meðan leiknum stóð en þá stöðvaði Gunnar Jarl Jónsson, dómari, leikinn og bað stuðningsmenn um að hætta öllum niðrandi köllum og haga sér almennilega. Dómarar leiksins hafa nú skilað ítarlegu erindi til KSÍ um málið og mund aganefnd sambandsins taka málið fyrir í dag. ÍBV gæti átt yfir höfði sér 150.00 króna sekt en í reglugerð KSÍ er skýrt farið yfir mismunun.

Í grein 16.1.1 segir: „Hver sá sem mis­býður öðrum ein­stak­lingi eða hópi með fyr­ir­litn­ingu, mis­mun­un eða niður­læg­ingu í orði eða verki varðandi kyn­hneigð, kyn­ferði, trú­ar­brögð, skoðanir, þjóðern­is­upp­runa, kynþátt, litar­hátt og stöðu að öðru leyti skal sæta leik­banni í að minnsta kosti 5 leiki...“ segir reglugerð KSÍ.

Í grein 16.2.1. seg­ir svo: „Ef stuðnings­menn liðs brjóta gegn ákvæði 16.1.1. á meðan leik stend­ur skal viðkom­andi fé­lag sæta sekt að lág­marki kr. 150.000 án til­lits til sak­næmr­ar hátt­semi eða yf­ir­sjón­ar fé­lags.“

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.